Lavabarinn var opnaður á fimmtudagskvöldið, að Lækjargötu 6a. Lavabarinn er á þremur hæðum og hafa allar hæðir mismunandi eiginleika. Á miðju hæðinni verður Lounge kokteilstemning, nóg af sætum, stór og góður bar og rosalega kósý sérstaklega ef þig langar bara að setjast niður í drykk með vinunum. Á neðri hæðinni er örlítið minni bar en engu að síður mjög fallegur, svo er dansgólf og á miðju dansgólfinu er DJ-inn staðsettur. Inn af dansgólfinu eru svo salerni og förðunarherbergi fyrir skvísurnar. Á efstu hæðinni eru svo með flöskuborð sem hver sem er getur pantað hjá borð. Það eru salerni á öllum hæðum svo það er ekki mikið um biðraðir á það.
Lavabarinn verður með allskonar frábæra DJ-a að spila hjá sér og er tónlistarstefnan RNB-Beats. Opið verður fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Það er gestalisti til að komast inn fram fyrir röð en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.
Hér eru nokkrar myndir frá opnuninni sem var einstaklega vegleg.
Myndir: http://thorgeir.com/
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.