Ert þú að reyna að eignast barn?

Þó að ótrúlegt kunni að virðast er hægt að líta á frjósemi á sama hátt og viðskiptaheimurinn lítur á efnahagsmál- í stóra samhenginu (macro) og smáa samhenginu (micro). Að öðru leyti erum við auðvitað ekki að bera hina nánu persónulegu reynslu tengda því að geta barn ópersónulegum heimi iðnaðar og viðskipta. En þegar við erum að ræða tímasetningu getnaðar þurfum við að skoða hvað er í gangi í lífi þínu um leið og daglegt líf er athugað.

Ef þessari hugsun er fylgt eftir, stóra samhenginu, eða macro, er með tilliti til frjósemi sá tími skoðaður þegar konur eru frjósamastar.  Í smáa samhenginu, eða micro, beinist athyglin að þeim dögum mánaðarins þegar mestar líkur eru á getnaði. Konur eru frjósamastar á aldursbilinu 20-24 ára.  [ American Society for Reproductive Medicine]. Auðvitað kjósa mörg hjón nú til dags að hefja barneignir síðar en þetta. Þó að ekki sé hægt að líta fram hjá líffræðinni þýðir það ekki að maður geti ekki eignast barn síðar meir þó að maður eigi það ekki fljótlega eftir tvítugt. Þegar konur eru orðnar fertugar minnka líkurnar á getnaði úr 90% niður í 67%.  [ The National Infertility Association]. Þannig er  möguleikinn enn fyrir hendi- þó hann sé ekki mikill- að frjóvgun verði.

Óháð því hvar á frjósamasta aldrinum þú ert stödd er annar smærri leiðarvísir um frjósemina og það er tíðahringurinn. Konur eru yfirleitt frjósamastar dagana á undan eða meðan á egglosi stendur. (Þá losnar fullþroska egg og getur frjóvgast). Egglos verður um miðjan tíðahring. Eftir egglos lifir eggið venjulega 12-24 klst. og venjulega losnar eitt egg. Ef þú hefur í hyggju að verða barnshafandi ættirðu að notfæra þér dagana þegar egglos verður og frjósemin er mest.

 

Að fylgjast með frjósömu dögunum

Aðferðirnar til að koma í veg fyrir  þungun eru frekar einfaldar þó að ekki beri þær alltaf árangur. En maður  getur þurft að athuga  ýmislegt þegar kemur að því að verða barnshafandi. Hvernig getur þetta, hið eðlilegasta af öllu,  orðið svona flókið?

Líklegast er auðveldara en virðist að einangra töfradagana þegar egglos verður og frjósemin er mest. Ýmislegt er hægt að gera og þú getur sjálf gert það flest.

Fylgstu með líkamanum: Egglos er ekki nærri eins áberandi og tíðirnar. En ef þú fylgist með líkama þínum finnur þú stundum fyrir egglosi. Þú gætir tekið eftir smá blóðblettum, kviðverkjum til hliðar og aukinni kynlífslöngun.

Reiknaðu út tíðahringinn hjá þér: Egglos verður venjulega um  miðjan tíðahring og getur verið hvenær sem er frá 11 degi  til 21 dags. Nákvæma aðferðin er sú að telja frá fyrsta degi síðustu tíða. Það eru margar reiknivélar á netinu sem hægt er að láta hjápa sér við þetta.

Skráðu líkamshitann: Þegar egg losnar leysist  líka út progesterone, hormón veldur því að slímhúð legs þykknar og líkamshitinn hækkar örlítið.  Hægt er að nota venjulega líkamshitamæla og fylgjast með hvort hiti hækkar einhverja daga mánaðrins.

Fylgstu með „ luteinizing“ hormóninu (LH): Þetta hormón veldur því að egglos verður. Hægt er að fá útbúnað til að mæla LH magn í þvagi og fá þannig tiltölulega öruggar upplýsingar um egglosið.

Þegar þú nú veist hvernig þú getur fundið frjósömustu dagana þína er næst að notfæra þér þá. Vertu ekki að streitast við að finna nákvæmlega daginn sem egglosið verður. Heilbrigt sæði getur lifað upp í þrjá daga  á frjóvgunarsvæðinu.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here