Listakonan Diem Chau er með smáa hluti á heilanum. Hún sker út litlar styttur úr vaxlitum, já vaxlitum. Þessum litlu, og stundum brothættu, sem maður notaði til að lita með í litabækur. Hver og einn litur er skorinn út eins og lítið dýr. Hún hefur meira að segja búið til listaverk úr blýöntum. Ótrúleg handlagni.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.