Kennarar mega ekki taka snjallsíma af barni í grunnskóla samkvæmt frétt sem birtist á Rúv.is. Sagt er frá nemanda í Oddeyrarskóla á Akureyri sem var að nota síma sinn, án leyfis, í miðri kennslustund. Kennarinn ætlaði því að taka símann í sína vörslu og skila honum til barnsins í lok dags, í samræmi við skólareglurnar. Nemandinn vildi hinsvegar ekki láta símann af hendi og benti á að umboðsmaður barna teldi að kennurum væri óheimilt að taka síma eða aðrar persónulegar eigur af nemendum, án samþykkis þeirra og vísaði hann í nýlegt mat umboðsmanns.
Margir foreldrar og kennarar hafa af því áhyggjur að ofnotkun snjallsíma sé farin að hafa truflandi áhrif á skólastarf. Því hafa víða verið settar reglur um símnotkun í kennslustofum.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu umboðsmanns en þar segir að börn njóti eignaréttar eins og aðrir.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.