Einfaldar og góðar smjördeigsbökur frá Lólý.is

Þessar bökur eru einfaldar og góðar. Mjög sniðugar í saumaklúbbinn og eins ef það er kominn tími til að hreinsa aðeins til í ísskápnum og setja þá á þær bara það sem til er þar inni hverju sinni. Önnur bakan er með fetaosti, spínati, skinku og hnetum en hin er enn einfaldari með basiliku, tómötum og mozzarellaosti.

1 pakki smjördeig
hálfur poki ferskt spínat
1 krukka fetaostur
skinka(magn fer eftir smekk)
furuhnetur eða kasjúhnetur

Leggið smjördeigið á bökunarpappír og setjið fyrst spínatið ofan á, síðan skinkuna. Dreifið fetaostinum yfir og það er mjög gott að láta olíuna af ostinum dreifast yfir allt, setjið svo að lokum hneturnar yfir. Bakið í ofninum við 180°C í rúmlega 20 mínútur eða þangað til að smjördeigið er orðið gullinbrúnt og farið að lyfta sér á köntunum.

Þessi baka er síðan með hvítlauksolíu, mozzarellaosti, basiliku og tómötum.

 

pie-mozzarella-basil-tomato

 

1 pakki smjördeig
hvítlauksolía
1 poki ferskur mozzarella ostur
lúka af ferskri basiliku
1 pakki konfekttómatar
Parmesan til að dreifa yfir í lokinn

Setjið smjördeigið á bökunarpappír og dreifið hvítlauksolíunni yfir. Skerið tómatana í tvennt og raðið á deigið, rífið niður mozzarella ostinn og dreifið á milli tómatana og að lokum setjið basilikuna yfir allt. Svo er bara að krydda eftir smekk – ég nota Parmesan Basil salt frá Nicolas Vahé og svartan pipar. Svo er bara að baka þetta eins og hina bökuna við 180°C í rúmlega 20 mínútur eða þangað til að smjördeigið er orðið gullinbrúnt og farið að lyfta sér á köntunum.

 

SHARE