Víkingar og útrásarvíkingar – Brúðuleikhús frá New York

Sýningin SAGA og er brúðuleikrit fyrir fullorðna  með leikhópnum Wakka Wakka frá New York. Leikritið verður sýnt á Listahátíð í Þjóðleikshúsinu 5. og 6. júní næstkomandi.

Andrea Ösp Karlsdóttir er íslensk leikkona og er koma til landsins með leikhópnum en sýningin hefur fengið frábæra dóma um allan heim, en sýningin fjalla um Ísland.

Credit Wakka Wakka 4

„Sýningin er framleidd af leikhópnum Wakka Wakka productions sem sérhæfir sig í brúðuleikhúsi fyrir fullorðna. Hópurinn er Norsk-Amerískur og sýnir allar sýningarnar sýnar Off-Broadway í New York, um allan Noreg og á fjölda annarra staða um heiminn,“ segir Andrea í spjalli við Hún.is.

credit2 wakka wakka

Upphaflega hugmyndin að SAGA, segir Andrea, var að gera sýningu um víkingasögurnar og tengja þannig Ísland og Noreg. Sýningin var unnin að miklu leiti á Lofoten eyjunum í Noregi rétt hjá norska heimili Egils Skallagrímssonar og fannst þeim tengingin skemmtileg. Hugmyndin þróaðist þá fljótlega út í blöndu af víkingum og útrásarvíkingum og endaði í skemmtilegri sögu sem gerist í nútímanum.

Jim B 2

„Við unnum mikla rannsóknarvinnu fyrir verkefnið og erum við mjög stolt með útkomuna. Verkið er fyndið, sorglegt, hjartnæmt og fallega sjónrænt. SAGA er nútíma víkingasaga um Gunnar Oddmundsson sem byggður er á fjölda Íslendinga, hún gerist í efnahagshruninu á fallega landinu okkar Íslandi. Hún full af sér íslenskum hlutum og koma meðal annars fyrir norðurljós, lopapeysur, lundi, hestar, kind, eldgos, mótmæli , sveitaböll og fleira,“ segir Andrea. 

Handritið er eftir Kirjan Waage og Gwendolyn Warnock en það var unnið  í samstarfi við leikhópinn. Charlotte Böving leikkona tók fjölda viðtala, fyrir leikhópinn, við Íslendinga sem lentu í hremmingum í hruninu og fóru allir í mikla rannsóknarvinnu, lásu gamlar blaðagreinar, horfðu á heimildamyndir, lásu Íslendingasögur og fjölda annarra bóka og unnu síðan sýninguna saman upp úr því efni.

credit Wakka Wakka

Andrea segir okkur að seinustu 2 ár hafi verið algjört ævintýri fyrir hana. Hún bjó í Los Angeles og var að íhuga að flytja til New York, en segist ekki hafa haft efni á því, því hún var ekki með neina vinnu í New York á þeim tíma.  „Vinkona mín sendi mér póst og spurði hvort ég væri ekki í New York 19. júní. Ég svaraði játandi, já ég yrði þar í 4 klukkutíma í millilendingu á JFK þar sem ég var á leiðinni til Íslands í brúðkaup systur minnar. Hún sendi mér þá auglýsingu um boð í prufu fyrir þetta verkefni sem hún sagði að væri fullkomið fyrir mig. Þau voru að leita að íslenskri leikkonu fyrir verkefnið og prufurnar voru akkúrat sama dag og ég var í millilendingunni,“ segir Andrea. Hún las yfir lýsinguna og það var rétt hjá vinkonunni:  „Það var eins og það væri verið að lýsa mér nema að ég hafði aldrei snert brúður á ævi minni – en það var ekki nauðsynlegt og var ég með allan annan bakgrunn sem beðið var um. Ég sló því til og breytti flugmiðanum mínum.“

Andrea lenti í New York klukkan 7 um morguninn, skildi töskurnar sínar eftir úti á velli, fór inn á Manhattan, skipti um föt og burstaði tennurnar á kaffihúsi og mætti í prufuna tímanlega kl 11:00. Þar hitti hún brúðuþjálfara sem átti að kenna henni grunnatriði fyrir prufuna – nema þau sem voru á leiðinni með brúðurnar höfðu lent í árekstri á leiðinni (enginn slasaðist) og kenndi hún Andreu því grunnatriðin án þess að vera með brúður.

John Stenersen6

„Í fyrsta skipti á ævi minni sem ég snerti brúðu var ég með 3 öðrum í prufu, tveir á hvorri brúðu í spuna og ég hélt að heilinn á mér myndi bræða yfir um þegar ég reyndi fyrst. Hálfa leiðina í gegnum prufuna sögðu þau brosandi við mig: „Andrea við vitum að þú hefur aldrei unnið með brúður áður, hættu að hugsa og hættu að reyna að gera rétt og hafðu bara gaman.“ Og ég gerði það og mikið var það gaman, ég varð strax ástfangin af brúðunum og vissi að ég yrði að halda þessu áfram,“ segir þessi hressa leikkona.

John Stenersen 5

Þau báðu Andreu svo um að hitta sig aftur nokkrum dögum síðar á Íslandi þar sem hún fór með „mónólóg“ og söng og var hún ráðin nokkrum dögum síðar. „Fyrstu tvo mánuðina sem við unnum að gerð sýningarinnar byrjuðum við daginn á brúðunámskeiði fyrir mig og unnum síðan í rannsóknarvinnu, búningum, leikmunum, spuna með brúðurnar og handriti restina af deginum. Þau gerðu mig að brúðuleikara og hef ég núna unnið með Wakka Wakka í 2 ár,“ segir Andrea að lokum.

Wakka Wakka 3

SHARE