Næst þegar kærastinn eða kærastan nennir ekki að kúra með þér – hann/hún segir, það er of heitt, ég þarf mitt pláss, ég er ekki í stuði til að slaka á, þá skaltu sýna honum/henni þessi sönnunargögn.
Sérfræðingar vilja meina að það sé meira varið í að kúra en við höldum. Það er nefnilega gott fyrir heilsuna.
Ástæða nr.1 : Það er svo gott
Að kúra losar um efnið oxytocin, en það er þekkt sem “the feel good hormone”. “Það eykur hamingjutilfinninguna” segir geðlæknirinn og höfundur bókarinnar A Happy You: Your Ultimate Prescription for Happiness, Elizabeth Lombardo.
“Að kúra, faðmast og örlítið æsandi kossar losa um efni eins og oxytocin í heila, það efni býr til vellíðunartilfinningu og hamingju”. Segir Dr.Reene Horowitz, kvensjúkdómalæknir. Að kúra getur einnig losað um endorfín sem er efnið sem losnar líka um þegar við höfum tekið góða æfingu eða fengið okkur súkkulaði, bætir Horowitz við. Kúr er sem sagt fullt af allskyns vellíðan.
Ástæða nr.2: Þér finnst þú kynæsandi
Það augljósasta við það að kúra er auðvitað hversu náin þú og þinn maki eruð líkamlega séð. Kúr getur leitt til ýmissa skemmtilegheita, eins og kynlífs eða afslöppunar í hlýjum faðmlögum. Enn eitt efnið sem að kúr losar um er dópamín.
“Dópamín er alveg einstakt hormón, það eykur á kynferðislega löngun” segir Horowitz. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að kynlíf sé hollt, bæði vegna þess að það tekur á og einnig er það gott fyrir geðheilsuna.
Ástæða nr.3: Dergur úr stressi og lækkar blóðþrýsting
Catherine A.Connors er stress-stjórnunar þjálfari og minnir hún á hversu mikilvægt það er að eiga í góðu líkamlegu sambandi við aðra manneskju, því það dregur úr stressi. “Faðmlög, kossar og fleira sem felur í sér líkamlega snertingu eykur oxytocin sem hún kallar “bondin” hormónið. Oxytocin dregur úr blóðþrýstingi sem svo á móti dregur úr hjartasjúkdómum. Einnig hjálpar það til við kvíða og stress.
Ástæða nr.4: Það tengir konur við börn sín og maka
Samkvæmt Dr. Fran Walfish, þá eru kúr afa holl fyrir fólk, augljóslega ástæðan er sú að kúr skapar nánd og tilfinningaleg tengsl. „Oxytocin er taugapeptíð sem er tengt barnsfæðingum og brjóstagjöf. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að þetta efni hefur líffræðilegt hlutverk í að mynda tengsl milli móður og barns“ segir Walfish. Rannsókn þessi var leidd af Lane Strathearn, aðstoðarprófessor við barnalækningar hjá Baylor College of Medicine. Og segir hún, „konur sem að ólust upp við litla snertingu eru líklegri til þess að eiga í erfiðleikum með að tengjast sínum eigin börnum (eða mökum).“
Það er heilbrigt að vilja nánd. „Of lítil eða of mikil nánd er ekki góð. Finndu út hvað hentar þér best. Þú munt læra að tjá þig betur við makann um það sem þér finnst gott og hvenær of mikið er of mikið“ segir Walfish.
Ástæða nr.5: Hjálpar þér að tjá þig betur
Samkvæmt David Klow, hjónabands og fjölskylduráðgjafa í Chicago, en hann vinnur með mörgum pörum og hjónum í að hjálpa þeim að tengjast betur. Vill hann minna á að kúr sem er ekki á kynferðislegum nótum sé afar gott til að finna nánd og tengjast betur. Flest hjón eða pör sem eru í meðferð hjá Klow segja að samskipti séu stærsta vandamálið.
„Flestir vilja finna fyrir skilningi og góð samskipti er tækið til að miðla skilningi og samkennd. Samskipti án orða geta verið afar öflug leið til að sýna makanum að þú skiljir hann eða hana, segir Klow. „Að kúra er ein leið til að segja, ég veit hvernig þér líður. Það tengir fólk saman án orða.
Klow segir við sína sjúklinga, kúrið saman því það er ykkar leið til að eiga innihaldsríkt og náið samband.
Þýðing: Anna Birgis
Heimildir: fitsugar.com
Sendið okkur myndir á Instagram #heilsutorg