Frumkvöðlaráðstefna hefst um helgina

Startup Iceland, alþjóðleg frumkvöðlaráðstefna, mun fara fram í þriðja skiptið í Reykjavík dagana 2. – 3. júní næstkomandi, en ráðstefnan mun byrja helgina 31. maí til 1. júni með „hackathon“ þar sem fókusinn verður á 3víddar prentun. Þessi 4 daga viðburður mun leiða saman mörg þekktustu sprotafyrirtæki og fjárfesta Íslands.  Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun opna ráðstefnuna og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun halda inngangsræðuna. Fundarstjóri verður Þóra Arnórsdóttir.

Meðal þeirra áhrifamiklu alþjóðlegu og íslensku fyrirlesara sem fram munu koma á ráðstefnunni þann 2. júní í Hörpunni eru: Bre Pettis og Jenny Lawton (Makerbot), Sherwood “Woody” Neiss (Crowdfund Capital Advisors), John Biggs (höfundur Mytro, East Coast Editor at TechCrunch), Helga Valfells (Nýsköpunarsjóður), Páll Harðarson (NASDAQ OMX), Gunnar Páll Tryggvason (Icora Partners), Ben Kepes (Forbes), Paul Miller (Cloud of Data, GigaOm), Taylor Davidson, (kbs+ Ventures), Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir (Tulipop), Liad Agmon, (Dynamic Yield) og Thubten Comerford (WePost Media). Ráðstefnunni mun síðan ljúka þann 3. júni í Háskóla Reykjavíkur með ráðgjöf þar sem ráðstefnugestum gefst tækifæri á að bókað sig í persónuleg viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar sem og hjá öðrum reynslumiklum stjórnendum.

Fyrstu tvo daga ráðstefnunnar verður svokallað „hackathon“ í brennideplinum og mun það fara fram í Háskóla Reykjavíkur. Þar munu teymi samansett af hæfileikaríku fólk með ýmsan bakgrunn koma saman og þróa lausnir / hugmyndir sem gætu orðið að viðskiptatækifærum. Veitt verða $1000 verðlaun fyrir bestu lausnina / hugmyndina og verða verðlaunin veitt þann 2. júní í Hörpunni.

Ráðstefnan er fyrir alla þau sem eru með það markmið að auka verðmætasköpun m.a. frumkvöðlar, stofnendur og starfsmenn sprotafyrirtækja, stjórnendur, sjóðsstjórar, englafjárfestar, fjármálastofnanir, opinberar stofnanir, blaðamenn og námsmenn.

Styrktaraðilar ráðstefnunnar eru: Háskólinn Reykjavík, VÍB, Icelandair, The US Embassy of Iceland, Nýsköpunarsjóður, Frumtak, NASDAQ OMX, Eyrir Invest, Icora Partners, WEDO, Deloitte, GreenQloud, Klak Innovit, TeqHire, Ölgerðin, Confrenz og Nýherji.

Skráning og nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á: www.startupiceland.com

 

Um Startup Iceland

Startup Iceland var stofnað af fjárfestinum Bala Kamallakharan og grasrótarhópi af íslenskum frumkvöðlum árið 2012. Ráðstefnan (#startupISK) leiðir saman leiðtoga frá Íslandi, alþjóðlegt samfélag frumkvöðla, fyrirtæki og stjórnvöld til að ræða og skapa lausnir  til að styðja við og auka vegsæld sprotafyrirtæki um allan heima og um leið auka hagvöxt.

Ráðstefnan er 4 daga atburður sem felur í sér „hackathon, persónuleg ráðgjöf með fyrirlesurum og reynslumiklum stjórnendum og ráðstefnu þar sem leiðtogar úr frumkvöðlasamfélögum víðsvegar um heiminum koma fram. Einnig eru þó nokkrir minni viðburðir tengdir ráðstefnunni þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að auka tengslanet sitt og þróa viðskiptatækifæri.  Allar nánari upplýsingar má finna á www.startupiceland.com

 

SHARE