Fékk afsökunarbeiðni frá Instagram – Myndband

Meghan Tonjes er söngkona og YouTube stjarna með myndbandsblogg þar sem hún talar um jákvæða líkamsímynd. Hún birtir gjarnan myndir af sér á Instagram bæði fullklædd og svo í sundfötum eða nærfötum. Hún titlar sig sem konu í yfirstærð og segist vera mjög sátt við sig og sinn líkama. Hún birti, fyrir stuttu, mynd af bakhluta sínum í nærbuxum og Instagram eyddi myndinni hennar út af því hún var „móðgandi“.

Hún sendi þeim þessa orðsendingu

http://youtu.be/TV-SbPN2JYM

Meghan fékk svo senda afsökunarbeiðni og myndin hennar var birt aftur á síðunni hennar.

SHARE