Tólf töfrandi staðreyndir um kossa

Kossar eru yndislegir. Ljúfir. Dreymnir. Áleitnir og stundum feimnir. Kossar geta falið í sér þúsund orð; verið nærgætnir eða áleitnir og umfram allt, unaðslegir í eðli sínu. 

En það er svo margt um kossa sem við ekki leiðum hugann að öllu jöfnu. Við ættum öll að gera meira af því að kyssast við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Bara ef fleiri leggðu í vana sinn að kyssast. Oftar en þörf er á og alltaf bara.

 

Hér fara nokkrar skemmtilegar og lítt þekktar staðreyndir um kossa:

 

koss3

1. Fyrsti kossinn er göldróttur. Þegar þú kyssir einhvern í fyrsta sinn af einlægni og alvöru losar líkaminn um boðefni sem ber nafnið dópamín sem veldur vellíðunartilfinningu og gerir að verkum að þig langar samstundis í annan koss. 

 

 

kossbla

2. Dópamín getur einnig valdið lystarleysi og svefntruflunum, er oft orsökin fyrir andvökunóttum ástfanginna. Þess vegna sviptir ástin þá sem helteknir eru af tilfinningunni …. ráði og rænu. 

 

 

sleikkoss

3. Langflestir – bæði karlar og konur – halla höfðinu örlítið til hægri þegar þau kyssast. 

 

 

giphy

4. Langir og innilegir kossar geta hjálpað okkur að skera úr um hvort viðkomandi hæfir okkur; yrði góður maki. 

 

 

svakakoss

5. Það eitt að kyssa af innileika og einlægni veldur hraðari hjartslætti, meira súrefni berst heilanum og sjáöldur augnanna þenjast út (stækka). 

 

 

beykoss

6. Vöðvahópurinn sem við notum til að gera stút á munninn bera heitið “orbicularis oris” en lögun munnsins þegar þú kyssir hermir eftir barni sem sýgur brjóst, sem svo aftur vekur upp spurninguna um uppruna kossa. 

 

 

kisukoss

7. “Nachküssen” er þýskt orð og merkir “koss sem bætir upp fyrir alla þá kossa sem ekki hafa átt sér stað.” 

 

 

spiderkiss

8. Rannsóknir hafa sýnt fram á kossar eru styrkjandi fyrir hjónabandið. Því oftar sem pör kyssast, því ánægðari eru báðir aðilar. 

 

 

koss5

9. Konur leggja meira upp úr gildi kossa í tilfinningasambandi en karlmenn gera. Þetta hafa niðurstöður rannsókna  einnig sýnt fram á. 

 

 

koss 2

10. Varirnar einar eru gæddar ótal taugaendum sem svo aftur gerir varirnar ofurnæmar fyrir snertingu og gælum. 

 

 

uglukoss

11. Kossar geta hæglega dregið úr framleiðslu cortisol sem er streituhormón og valdið vellíðan og öryggistilfinningu til lengri tíma litið. 

 

 

fyrstikoss

12. Skemmtilegt nokk, en flestir muna sinn fyrsta koss mun betur en fyrstu kynlífsreynsluna. Þetta sýndi viðamikil rannsókn sem framkvæmd var árið 2010 rækilega fram á. 

SHARE