Vogue ríður á vaðið: „Smelltu á LIKE til að kaupa!”

Tískurisinn Vogue ríður nú á vaðið með enn eitt trendið; nú verður hægt að kaupa flíkurnar sem birtast á Instagram reikning Vogue með því einu að smella á LIKE hnappinn.

 

Tæknin sjálf byggir á LiketoKnow:It sem merkir einfaldlega á mannamáli að í hvert sinn sem fylgjendur Vogue á Instagram smella á valda mynd, fá þeir hinir sömu tölvupóst sem vísa á tengla sem leiðbeina eiga kaupendum sem vilja eignast vöruna – eða jafnvel aðrar keimlíkar vörur sem gætu allt eins fallið í kramið.

 

„Væri ekki æðislegt ef þú gætir keypt þér kjólinn með einum smelli? Núna geturðu það!” segir á vefsíðu Vogue. Ákveðin prósenta af söluverði þeirra flíka sem keyptar eru gegnum Instagram reikning Vogue renna svo til tímaritisins.

 

 

article-2643993-1E553FCB00000578-992_634x676

 

 

En þetta er ekki eina leiðin til að eignast flík sem birtist á Instagram, því Soldsie og Chirpify bjóða notendum einnig upp á bein kaup gegnum samskiptamiðla.

 

Soldsie sem hægt er að notast við bæði gegnum Facebook og Twitter, gerir kaupendum kleift að versla flíkur beint gegnum kommentakerfin sjálf. Þannig virkar þetta:

 

Ef verslun eða fyrirtæki auglýsir vöru sína með þeim upplýsingum að varan sé til sölu, getur notandi einfaldlega skrifað inn athugasemdina Sold#small (medium-large) til að versla sína stærð, að því gefnu að kreditkort hafi þegar verið tengt við reikninginn.

 

Chirpify notast hins vegar við #merkið. Ef fyrirtæki birtir mynd og skrifar #gottahaveit til að kaupa þessa vöru fyrir (ákveðna upphæð) svarar notandi einfaldlega með #merkinu og Chirpify í framhaldinu svarar með tengli sem vísar notandanum á greiðslusíðuna.

 

Einnig er hægt að versla rafrænt gegnum Amazon fyrir þá notendur sem eru með Twitter, en í þeim tilfellum er varan færð í körfu notenda og gjaldfærð síðar.

 

Í stuttu máli sagt; það er orðið hættulega einfalt að líka við og festa kaup á flíkum.

 

Smelltu HÉR til að skoða Instagram reikning Vouge (ef þú þorir!)

SHARE