Ljósmyndarinn Nina Röder ákvað að gera myndaseríu með sér, móður sinni og ömmu. Þær eru allar í sama klæðnaði og myndirnar eru allar teknar á sama stað, en það er í húsi mömmu hennar. Fötin eru öll frá henni líka en hún klæddist fötunum meðal annars á árshátíð og svo eru líka föt þarna sem hún klæddist í starfi sínu sem hárgreiðslukona.
Nina lét verkefnið heita Mother´s Shoes og var ætlunin að þetta myndi hjálpa henni að þekkja móður sína betur.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.