Enn tekur Facebook breytingum og varpar brátt fram nýju viðmóti fyrir notendur sína.
Breytingarnar verða fólgnar í því að nú kemur bara einföld tímalína upp – en ekki tveir póstar eins og lengi hefur verið – en breytingarnar eiga aðeins við um Facebook síður fyrirtækja, ekki einstaklinga. Þess utan fá notendur (stjórnendur) meira aðgengi að útliti síðunnar en áður og vill Facebook meina að þetta sé gert til að auðvelda fyrirtækjum og félagasamtökum að eiga samskipti við neytendur.
Svona lítur nýja tímalínan út, en hún verður keyrð í lok júní:
Eins og áður sagði hafa breytingarnar ekki áhrif á persónulegar Facebook síður einstaklinga, en fyrirtæki og félagasamtök mega eiga von á breyttu viðmóti síðari hluta júní mánaðar. Breytingarnar, sem eru smávægilegar í eðli sínu, varpa upp einfaldri tímalínu og endurspegla þá tilraun af hálfu Facebook að gera viðmót fyrirtækja og félagasamtaka persónulegri í viðmóti – eilítið líkari persónulegum Facebook síðum stakra notenda.
Útlit verður sérsniðið og notendur geta fært reiti til
Breytingarnar fela einnig í sér aukið svigrúm fyrir stjórnendur – að minnsta þeim þætti sem snýr að útliti og viðmóti. Nýja útlitið á sumsé að gera notendum kleift að færa reiti til og hafa þannig meiri forsniðin áhrif á útlit síðunnar. Þetta kunna að vera góðar fréttir fyrir þá sem halda úti rekstri og auglýsa þjónustu sína og starfsemi gegnum Facebook, þar sem sniðið á að veita stjórnendum aukið aðgengi að sérsniðnu útliti.
Breytingunum er ætlað að hafa áhrif á aðgengi lesenda að upplýsingum
Ef satt reynist, verður hönnun og aðgengi að efni á Facebook síðum fyrirtækja aðgengilegri fyrir lesendur og veitir um leið stjórnendum meira aðgengi að hvernig efni er uppsett; þar sem fréttaveita notenda getur hæglega stíflast af öllu flæðinu sem fer gegnum Facebook hvern dag – að ekki sé talað um að aukið aðgengi notenda að sérsniðnu útliti getur hæglega haft áhrif á kynningu þeirra á vörum og þjónustu.
Og þá er bara að bíða og sjá; hefur Facebook tekist vel upp í þetta skiptið eða eigum við öll eftir að basla við nýja útlitið?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.