Part Nouveau: Gullfallegt tískublogg sem gengur í hring

Tískublogg eru yndisleg; þau geta auðgað hugann, fyllt lesendur innblæstri, vakið upp löngun í ný klæði – svipt mann ráði og rænu ef ekki er varlega stigið til jarðar – og þau geta líka verið sagnfræðilegs eðlis. 

Það er svo skemmtilegt að sjá hvernig tískan gengur í hringi og að ekkert skuli vera nýtt undir sólinni. Tískubloggin eru alls kyns, endalaus og síbreytileg. En það er litla tískubloggið Part Nouveau, sem haldið er úti af stúlkunni Lilah Ramzy, sem er menntaður tískusagnfræðingur og varpar öðru hverju í örfærslum sínum, ljósi á rætur þekktra “trenda” í nútímanum og rekur aftur uppruna þeirra.

 

Er hér um tilviljun að ræða, eða …. ?

 

2

Sá sem sagði tískuna ganga í hring, átti við svo langtum meira en einungis sniðin; því allt gengur í hring. Sjónarhorn ljósmyndarans, tempó tónlistarinnar, snið klæða, val á hárgreiðslu og varalitir – nær allt sem viðkemur skapandi hugsun og framkvæmdum er byggt á gömlum grunni en í nýrri útfærslu. Þetta er hugtakið sem þetta litla og skemmtilega tískublogg byggir á. Og unun er að renna gegnum myndirnar og skoða …

 

Stúdíóselfie frá árinu 2013 og … 1968.

 

5

 Þessi skemmitlega saga er rauði þráðurinn sem liggur gegnum ranghala Part Nouveau, tískubloggsins sem vakti athygli mína fyrir nokkrum dögum; en bloggið endurspeglar einmitt nýtt af gömlum grunni sprottið og rekur uppruna þeirra sem á undan komu og ruddu brautina fyrir meistara morgundagsins. 

 

Glæsileiki fer aldrei úr tísku:

1

 

Gullfallega tískubloggið Part Nouveau má skoða HÉR 

SHARE