Þú munt varla trúa því úr hverju þessi brúðarkjóll er gerður! Hann er hannaður af listnemanum Olivia Mears í Norður Karólínu og kjóllinn er gerður úr KLÓSETTPAPPÍR.
Það fóru 11 klósettrúllur í gerð þessa kjóls, 30 metrar af límbandi og mjög mikið af lími.
Kjóllinn var gerður fyrir árlega keppni í bænum Asheville, en keppnin ber nafnið Cheap Chic Toilet Paper Wedding Dress Contest. Það er mjög viðeigandi nafn.
Olivia segist hafa verið um 20 klukkustundir að gera kjólinn og hún segir að þó hann líti út fyrir að vera viðkvæmur þá sé hann mjög sterklega saumaður.
Hún sigraði samt ekki í keppninni en hún segist ætla að taka þátt aftur í næstu keppni og undirbúa sig mjög vel en hún hafði aðeins nokkurra vikna fyrirvara, fyrir keppnina núna.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.