Mannkynssagan er full af skoplegum uppákomum; kvenlegri öfund og samanburði, augnablikum sem hafa verið fönguð á filmu og oftar en ekki höfum við litla hugmynd um hvað í raun lá að baki viðbrögðunum.
Þannig er þessi ljósmynd hér fyrir löngu orðin fræg og hefur um langt skeið þótt vera holdgervingur kvenlegrar öfundar og samanburðar – sjálf Sophia Lauren starir forviða og full vanþóknunar á lostafullan barm kynbombunnar Jane Mansfield í hátíðarkvöldverði og svo virðist við fyrstu sýn að Sophia eigi erfitt með að hemja gremju sína og í raun reiði í garð keppinautarins um athyglina það kvöldið.
En er það svo? Og hvað lá að baki augnaráði Sophiu? Hvað gerðist áður en ítalska spaghettidrottningin, sem enn er átalin meðal fegurstu kvenna heims, starði hofmóðug ofan í seiðandi kjólsnið sjálfrar Mansfield og hratt af stað óborganlegu ferli með orðalausri fyrirlitningunni?
Það var ljósmyndarinn Delmar Watson sem fagnaði hið magnþrungna augnablik; augnaráð Sophiu sem vísaði beint á fleginn kjólbarm Mansfield. En auðvitað hafa fæst okkar séð augnablikið út frá þessu sjónarhorni. Fleiri ljósmyndir voru teknar umrætt kvöld sem varpa raunverulegu ljósi á málið og sýna HVERS VEGNA Sophia starði með svo mikilli vanþóknun á Jane.
Ó Jane ….
Bravó.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.