Ef barnið þitt sýgur á sér þumalinn hefurður örugglega fengið athugasemdir frá öðrum um að ef barnið þitt haldi áfram að gera þetta muni það skemma tennur þess. Allt að 46% barna sjúga á sér þumalinn samkvæmt viðamikilli rannsókn, þannig að ef þitt barn gerir þetta þá geturðu huggað þig við að þú ert ekki eina foreldrið sem ert að glíma við að fá barnið til að hætta þessu.
„Já þetta skemmir tennur barnanna,“ segir David Zirlin, barnatannlæknir. „Bæði það að sjúga snuð og að sjúga þumalinn getur valdið því að barnið fær skakkt bit. Algengasta vandamálið þegar kemur að tönnum er að framtennurnar uppi færast fram og upp sem veldur því að manneskjan er með yfirbit.“
Að sjúga þumalfingurinn getur líka valdið því að tanngarðurinn skekkist og barnið fær skakkar tennur segir barnatannlæknirinn.
David bætir því þó við að þessar afleiðingar séu í flestum tilfellum ekki varanlegar en auðvitað skipti máli hversu lengi, hversu mikið og hversu lengi í einu, barnið sýgur á sér þumalinn. Hann segir að þetta fari að hafa skaðleg áhrif á tennurnar eftir um það bil 24 mánuði og að 48 mánuðum liðnum sé þetta orðið mun verra.
„Flestar afleiðingar þess að sjúga á sér þumalinn ganga til baka og ólíklegt er að skaðinn verði mikill ef barnið hættir þessu áður en fullorðinstennurnar koma upp,“ segir David.
Þess má geta að í rannsókn sem gerð var í Englandi. kom í ljós að um 12% fullorðinna sjúgi enn á sér þumalinn.
Heimildir: The Stir