Ert þú B-manneskja? Kíktu þá á þetta!

Ertu ekki morgun-manneskja? Ég er það svo sannarlega ekki og finnst ekkert eins notalegt eins og að kúra aðeins lengur og því elska ég öll svona ráð til að spara tíma. Þessi ráð eru kölluð „Ráð lötu stelpunnar við morgunverkin” og hér eru þau:

 

  1. Planaðu fram í tímann: Gott er að vera svolítið skipulagður og velja sér föt daginn áður. Þetta ráð er nú ekkert nýtt af nálinni það er samt svo mikilvægt ef manni langar að fá að njóta þess að kúra samviskulaust í nokkrar mínútur morguninn eftir. Kíktu á skipulag morgundagsins og athugaðu hvort þú átt einhverja fundi sem hafa áhrif á fataval, kíktu á veðurspá og gakktu úr skugga um að allt sé krumpulaust og hreint. Með þessu móti verður ekkert stress, enginn þarf að fríka út og allt gengur smurt fyrir sig, þú bara klæðir þig og ferð!
  2. Notaðu nóttina til að fegra húðina: Eftir að húðin hefur verið hreinsuð að kvöldi, berðu á þig blöndu af næturkremi með örlitlu af brúnkukremi í. Blandan tekur grámyglu hversdagsins af og gefur húðinni fallegan ljóma. Einnig getur brúnkukremið minnkað sýnileg lýti og minnkað tímann sem fer í förðun að morgni. Muna bara að þvo hendurnar eftir að brúnkan er borin á!
  3. Slepptu hárþurrkunni: Settu blautt hárið í hnút eða fléttaðu það í lausa fléttu. Þegar þú kemur svo í vinnuna, tekurðu teygjuna úr og hrinstir hárið og þá ertu komin með flotta liði. Þetta sparar ekki aðeins tíma heldur fer þetta mun betur með hárið en að þurkka og slétta.
  4. Veldu gott koddaver: Silki koddaver er eitt best geymda leyndarmál fegurðar bransans. Það fer ekki aðeins vel með hár og húð heldur sleppum við við að vakna með koddaför í andlitinu. Bómullar koddaver sjúga í sig rakann úr hárinu og eru stöm á meðan silkið vinnur með okkur og sléttir úr hárinu og við vöknum ekkert úfin.
  5. Fjárfestu í fjölnota snyrtivörum: Mikill tímasparnaður getur verið í að nota snyrtivörur sem eru t.d. fyrir augu, varir og kinnar allt í einni vöru. Einnig er sniðugt að eiga sápu sem er bæði sturtusápa og rakkrem í einni vöru til að lágmarka tímann sem þarf fyrir morgunsturtuna.

 

 

SHARE