Hættu að líta á það sem verkefni að ‚þurfa‘ að klæða sig á morgnana. Það er vel hægt að hafa gaman af tísku! Hér eru nokkrar leiðir sem veita vonandi innblástur.
1. Vertu skapandi
Vissirðu að flestir nota bara 20% af flíkunum í fataskápnum 80% tímans? Vertu frumleg í notkun flíkanna þinn. Finndu þessa mynstruðu mussu sem þú keyptir fyrir nokkrum mánuðum (eða árum) og farðu í hana! Það á að hafa gaman af tískunni og þorðu að taka sénsa. Hvað er það versta sem gæti gerst?
2. Vertu þú sjálf
Tíska snýst alltaf um persónulega tjáningu og því er mikilvægt að muna að vera þú sjálf. Bættu einhverju persónulegu við outfit dagsins í hvert sinn.
3. Hafðu það þægilegt
Þér verður að líða vel í því sem þú klæðist. Ákveðni og persónuleikinn skín í gegn þegar þú ert örugg í því sem þú klæðist.
4. Veldu gæði
Það er þess virði að fjárfesta í ögn dýrari vörum í flestum tilvikum. Það segir sig í rauninni sjálft, mikið magn af ódýrum fatnaði sem gefur sig fyrr er ekkert hagstæðara en kaupa eitt stykki af vandaðri flík.
5. Veldu fjölbreytileika
Er glatað veður? Rigning og mánudagsgrámi? Veldu djarfa liti sem geta umbreytt deginum þínum úr dræmum í dæmalausan! Það er auðvelt að poppa upp einfalt outfit eins og hvítan stuttermabol og gallabuxur með því að skella sér í flotta hælaskó og skutla litríkum jakka yfir sig.
6. Notaðu skó og fylgihluti
Stór hálsmen og litríkir skór geta gert undraverk. Við föllum oft í þá gryfju að nota alltaf sömu fylgihluti við sömu flíkur, prófið að hræra svolítið upp í þessum vana og athuga hvort gulu skórnir smellpassi ekki bara líka við græna pilsið, ekki bara svörtu buxurnar.
7. Fáðu innblástur
Við höfum fæst efni á rándýrum hátískuvörum en það er mun ódýrara að fá innblástur frá þessum sömu vörum. Skoðaðu tískublöðin eða Pinterest (við ELSKUM Pinterest) og gáðu hvað þú getur gert svipað fyrir miklu minni pening.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.