Cameron Diaz komin með kærasta

Leikkonan Cameron Diaz, 41 árs, er komin með nýjan kærasta. Hún hefur ekki verið orðuð við neinn mann síðan hún og Alex Rodriguez hættu saman árið 2011.

Benji Madden Bio Image

Nýi kærastinn heitir Benji Madden og er 35 ára gítarleikari í hljómsveitinni Good Charlotte, sem hann stofnaði ásamt tvíburabróður sínum, Joel Madden. Hljómsveitin var stofnuð árið 1996 og er popp/pönk hljómsveit.

Cameron og Benji hafa sést oft saman og hafa ekki staðfest að þau séu par, fyrr en núna, en Benji staðfesti orðróminn í útvarpsviðtali á Australia’s Nova Fm.

cameron-diaz-benji-madden-splash-doodle__oPt

benji-madden-cameron-diaz-dating-rumors-gsi__oPt

cameron-benji-dating-confirmed-lucky__oPt

SHARE