Dulúð og magnaðir tónar – Myndir

Jónsmessutónleikar DJ Margeirs í tilefni af útgáfu þriðja geisladisks Bláa Lónsins voru haldnir í vikunni ofan í lóninu og tókust með eindæmum vel. Nokkur dulúð sveif yfir vötnum þegar gufan steig upp frá lóninu um leið og magnaðir tónar bárust út í náttúruna.  Högni átti tilkomumikla innkomu þegar kom hlaupandi meðfram lóninu og inn á sviðið, sem var komið fyrir nánast ofan í lóninu.

Ásamt Margeiri komu hljómsveitin Gluteus Maximus fram á tónleikunum ásamt Högna Egilssyni, Daníel Ágúst Haraldssyni og Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Einnig stigu á stokk Ólafur Arnalds og Janus úr Bloodgroup undir merkjum Kiasmos

Meðfylgjandi eru myndir frá viðburðinum sem um 700 manns sóttu en tónleikarnir hófust klukkan 22 og síðustu gestir kvöddu lónið um kl. 1 eftir miðnætti.

 

 

SHARE