ÁS fasteignasala auglýsir þessa töfrandi íbúð sem er í Ferjubakka í Breiðholtinu. Okkur fannst hún svo einstök og skemmtileg að við fundum okkur knúnar til þess að deila myndunum með ykkur.
Forstofa með parketflísum á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, rúmgóð sturta, hvít innrétting og stæði fyrir þvottavél.
Svefnherbergi með skápum, dúkur á gólfi. Hol með p.flísum. Búið er að opna inn í eitt svefnherbergið og breyta í rúmgott sjónvarpshol með p.flísum á gólfi, auðvelt að breyta aftur í svefnherbergi.
Eldhús er með hvítri innréttingu, borðkrókur, háfur og helluborð, ofn í vinnuhæð, p.flísar á gólfi og flísar á milli skápa.
Stofa/borðstofa með p.flísum á gólfi, útgengt á suðursvalir. Inn af stofu er hjónaherbergi með góðum skápum, dúkur á gólfi.
Sér 9,0 fm geymsla í kjallara fylgir íbúðinni.
Íbúðin er öll í miklum barokkstíl s.s. innréttingar, veggfóður og karmar.
Nánari upplýsingar er að finna hér!