Þegar Victoria Ann Marut, sem var nemandi við Truman State University sagði frá því að hún væri fárveik af krabbameini studdu skólafélagar hennar og kennarar í kennaradeild skólans hana mjög vel.
Marut, sem er 22ára gömul var þakklát fyrir samúð þeirra. Kennarar við Kirksville barnaskólannn í St. Peters þar sem hún var í starfsþjálfun í haust gáfu henni ýmsar gjafir m.a. húfur og hárkollu og peninga til að létta undir með henni.
En skólastjóra barnaskólans, Triciu Reger fór að gruna að ekki væri allt sem sýndist. Hún sagði að ýnislegt sem Marut sagði gengi ekki upp. Hún sagði t.d. að hún hefði ekki getað mætt í skólann vegna veikindanna og hafði sambandi við kennara Marut.
Að áeggjan Reger var Marut sagt að hún þyrfti að skila inn skriflegu áliti lækna sinna hvort þeir teldu að hún hefði heilsu til að ljúka náminu. Skólanum barst bréf sem virtist vera ósvikið frá Dr. Michael Trendle, lækni Marut. En Tricia Reger, skólastjóri var samt ekki sannfærð.
“Það var komið í hendurnar á okkur innan klukkustundar frá því talað var við Marut og ég veit alveg hvað læknar hafa mikið að gera og fannst þetta ekki ganga upp.”
Reger fór fram á að skólinn talaði við lækninn til að ganga úr skugga um hvort saga Marut væri sönn og þegar það var gert kom í ljós að svo var ekki.
Læknirinn sagði að Marut hefði aldrei verið krabbameinssjúklingur, hvorki í Missouri Cancer Associates eða Boone Hospital Center sem báðir eru í Columbia, Mo né heldur í George Rea Cancer Center í Kirksville.
Lögrelgan staðfestir að læknirinn segi í bréfi til skólans að hann staðfesti fortakslaust að þetta bréf sé falsað.
Saksóknari Adair sýslu ákærði Marut 14. nóvember fyrir skjalafals. Rannsókn er haldið áfram og gæti Marut einnig fengið ákæru fyrir fyrir þjófnað með þvi að taka við gjöfum sem voru gefnar vegna lyga hennar.
Þegar Marut var spurð nánar um bréfið játaði hún að hún hefði skrifað það á tölvuna sína. Hún sagðist ekki vera illa haldin af krabbameini og hún væri ekki með hvítblæði. Hún hefði bara rakað af sér hárið til þess að aðrir tryðu sér að hún væri með krabbamein.
Johnson, lögreglustjóri segir að Marut hafi verið að reyna að fá athygli móður sinnar en líklega megi setja punktinn eftir orðið athygli. “Stúlkan var einfaldlega að reyna að ná sér í athygli.” Johnson sem sjáflur barðist við krabbamein og hafði sigur segir að þetta sé eitt hið undarlegast mál sem hann hefur fengist við öll þau tuttugu og átta ár sem hann hefur starfað við löggæslu.
Æfingakennari Marut sagði að hún hafði verið að nema sérkennslufræði og að hann hafi þekkt til hennar hálft annað ár. Hún hafi verið góður nemandi áður en þessi sjúkrasaga kom upp, mætti vel og skilaði sínu og fór ekki fram á neina sérstaka meðhöndlun.
Lögmaður Marut, Ben Gray,baðst undan að segja nokkuð um málið en bað fólk að bíða með dómana. “Sakargiftirnar eru slæmar og fólk sem hefur tekist á við alvarlega sjúkdóma hefur ekki mikla samúð varðandi famkomu eins og þessa, sagði hann. Ég bið fólk bara um að dæma ekki því að ýmilsegt er þarna undirliggjandi sem ef til vill mun aldrei koma upp á yfirborðið.
Lögmaðurinn sagði að Marut sækti ekki tíma í háskólanum lengur, hún væri ekki í gæsluvarðhaldi en væri gert að búa hjá systur sinni í St. Peters og réttarhöld hæfust í næsta mánuði.
Marut var í meistaranámi en nú er alls óvíst um framtíð hennar hér, sagði skólastjórinn. Athugun á málum hennar innan skólans er nú hafin.
Skólastjórnin segist afar leiður að hafa ekki fyrr tekið við sér varðandi sögu Marut og athugað hana. Hann viti hins vegar ekki nóg um sjúkdóminn eða meðferðir til að hafa getað áttað sig á svikunum. „Fólk hér var ótrúlega gjafmilt og gott við stúlkuna. Það fundu allir einlæglega til með henni. Vonandi verða svikin ekki til að breyta hugarfarinu.”