Fátt er eins skemmtilegt og ögrandi en skemmtileg hönnun þar sem hönnuðurinn fær í raun að missa sig í gleðinni. Þessi íbúð er í San Franisco og fékk innanhúsarkitekt Janel Holiday hreinlega að ganga laus, ef svo má að orði komast. Hún sækir í marga stíla og eltist ekki við samtímahönnun. Hún sækir í liti, veggfóður muni og húsgögn aftur í tímann og blandar þessum andstæðum saman. Útkoman er vægast sagt kósý og vel lukkuð.
Græni liturinn er notaður sem grunnlitur og gefur vissa mýkt í rýmið á móti fallegum við á gólfi og utan um arininn.
Rauði stólinn brýtur upp á móti viðnum og græna litnum.
Sjáið litadýrðina í hillunum.
Bækur og styttur eru ekki af skornum skammti á þessu heimili.
Það rokkar víst núna að hafa eldhússtólana alla mismunandi.
Eins og herbergi frá sjöunda áratugnum.
Í raun eina herbergið sem kemst næst því að minna á samtímann, ljósið í loftinu og tölvan.
Skemmtileg óreiða, fígúrurnar eru skemmtilegar ofan á skápnum.
Þetta veggfóður öskrar á mann – takið eftir því að gereftin eru bleik til að tóna við veggfóðrið.
Hvar man ekki eftir svona veggfóðri hjá ömmu og afa?
Ýmis tímabil mætast í stílnum.
Grái tóninn flæðir vel með þeim brúnu.
Sérstakt að setja mynd alveg á hornið á veggnum – skipulögð óreiða?
Svalirnar eru líka líflegar, eflaust einhverjir sem muna eftir þessum stólum. Voru samt vinsælastir í svörtu.
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.