PEPSI stjarnan Stony sendir frá sér smellinn Feel Good – Myndband

Akureyringurinn Stony, sem sló eftirminnilega í gegn í auglýsingaherferð Pepsi fyrir HM, hefur nú sent frá sér sitt fyrsta lag: Feel Good.

Stony, sem heitir fullu nafni Þorsteinn Sindri Baldvinsson, hefur vakið heimsathygli í auglýsingaherferð Pepsi fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Þar er hann í aðalhlutverki á móti fótboltahetjum á borð við Lionel Messi, Robin van Persie, David Luiz, Sergio Aguero og Gylfa Sigurðssyni.

Feel Good er fyrsta lagið sem Stony sendir frá sér. Hann samdi lagið og textann en hljóðblöndun var í höndum Styrmis Haukssonar. Feel Good fjallar í stuttu máli um að lifa lífinu, vera kærulaus og hafa gaman.

Hér er Feel Good danssmellur Stony, sem kom nýverið út: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”kX9eXrHo6dQ”]

 

Stony vakti fyrst athygli á Youtube-rás sinni, Stony’s World, með myndbandi þar sem hann endurleikur lag Macklemore og Ryan Lewis, Can´t Hold Us, með skemmtilegum tilþrifum. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og hefur þegar þessi orð eruð rituð verið skoðað meira en milljón sinnum. Rásina má finna hér

 

Myndbandið hafnaði í fanginu á sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest sem valdi það í keppni á netinu þar sem það fékk mjög góðar viðtökur. Í kjölfarið lenti það á borðinu hjá forsvarsmönnum Pepsi í Bandaríkjunum sem líkaði myndbandið það vel að þeir nýttu hugmynd Stony og réðu hann til að leika aðalhlutverk í einni stærstu auglýsingaherferð ársins.

 

Hér má sjá PEPSI auglýsinguna fyrir HM þar sem Stony fer á kostum: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”KefIe0xwD6w”]

 

Stony vinnur nú að breiðskífu sem er væntanleg á næsta ári.
SHARE