Það að fá ekki nægan svefn er ekki endilega eina ástæðan fyrir því að þú ert þreytt. Margt sem við gerum, og margt sem við gerum ekki, getur gert okkur úrvinda bæði líkamlega og andlega. Sérfræðingar hafa tekið saman nokkra slæma ávana sem þeir vilja meina að hafi áhrif á þreytu og hér eru þeir:
Þú sleppir æfingu þegar þú ert þreytt
Að sleppa æfingu þegar þreytan gerir vart við sig vinnur í raun gegn þér. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Georgíu, fundu þáttakendur fyirir miklum mun á orku eftir að hafa hreyft sig í 20 mínútur á dag , þrisvar í viku í sex vikur. Regluleg þjálfun bætir styrk og þol, bætir blóðflæðið og þar af leiðandi eykur súrefnis- og næringarefnaflutning um líkamann. Næst þegar þig langar frekar að henda þér í sófann heldur en að skella þér á æfingu, farðu þá allavega í hraustlega göngu og þú munt ekki sjá eftir því!
Þú drekkur ekki nóg vatn
Það þarf ekki nema að það vanti 2% upp á eðlilega vökvaforða líkamans til að við finnum vel fyrir því með orkuleysi. Vökvaskortur minnkar vökvamagnið í blóðinu sem veldur því að það þykknar. Þetta verður til þess að hjartað þarf ekki að pumpa blóðinu af jafn miklum krafti þannig að súrefnið og næringarefnin ná ekki eins vel til vöðva og líffæra okkar.
Þú ert ekki að fá nógu mikið ján
Járnskortur getur hæglega gert okkur þreytt og pirruð. Súrefnið nær ekki jafn vel til frumna og vöðva og við það verðum við þreytt. Taktu járn og minnkaðu líkurnar á blóðleysi, borðaðu kjöt, nýrnabaunir, tofu, egg, dökk grænt grænmeti, hnetur og hnetusmjör.
Þú ert með fullkomnunaráráttu
Það að reyna að hafa allt fullkomið, sem hreinlega er ekki hægt, þreytir okkur. Við vinnum mun meira og lengri vinnudaga og höfum oft markmið sem erfitt eða jafnvel ómögulegt er að ná. Setjum okkur tímamörk með vinnuna og förum eftir þeim.
Þú miklar hlutina of mikið fyrir þér
Ef yfirmaður þinn þarf að tala við þig ertu viss um að það sé verið að fara að segja þér upp eða þú ert jafnvel of hrædd um að slasa þig svo þú þorir ekki að fara í hjólreiðatúr! Ef þetta (eða annað sambærilegt) á við þig þá ert þú líklega að mikla hluti allt of mikið fyrir þér. Þetta veldur kvíða og þú verður andlega búin á því. Þegar þú áttar þig á því að þessar hugsanir eru að koma upp í huga þinn dragðu þá djúpt andann og spurðu sjálfa þig hversu líklegt það er að það sem þú óttast muni gerast. Farðu út, hugleiddu, æfðu eða fáðu að tala við vin eða vinkonu og þá muntu örugglega sjá að þessar hugsanir eiga ekki við rök að styðjast.
Þú sleppir morgunmat
Maturinn sem þú borðar er eldsneyti fyrir líkamann og þegar þú sefur heldur líkaminn áfram að nota kvöldmatinn frá deginum áður til að pumpa blóði og koma næringu og súrefni um líkamann. Þegar þú vaknar þarftu að fylla á byrgðir líkamans svo þú verðir ekki slöpp. Mælt er með því að morgunmaturinn innihaldi heilkorn, magurt protein og holla fitu.
Þú borðar of mikið af ruslfæði
Matur sem inniheldur mikinn sykur og einföld kolvetni keyra blóðsykurinn upp úr öllu valdi. Þegar blóðsykurinn rís og fellur til skiptis yfir daginn verðum við mjög þreytt. Haltu blóðsykrinum jöfnum með því að neyta magurs proteins og helkorna í hverri máltíð.
Þú átt í efiðleikum með að segja nei
Við verðum orkulaus þegar við erum að reyna að gera fólki til geðs gegn okkar vilja. Ekki aðeins verðum við þreytt heldur verðum við pirruð og reið með tímanum. Reynum eftir fremsta megni að setja okkur mörk, við verðum ekki að gera hluti sem við viljum ekki gera.
Skrifstofan þín er óskipulögð
Óskipulögð skrifstofa og skrifborð sem er allt í óreiðu gerir okkur andlega þreytt og minnkar getu okkar til að einbeita okkur. Passaðu upp á að ganga frá borðinu þínu alltaf í lok dags því það mun hjálpa þér í gang daginn eftir.
Þú vinnur líka þegar þú átt að vera í fríi
Það eykur líkur á að þú brennir yfir ef þú ert stöðugt með hugann við vinnuna og alltaf að kíkja á tölvupóstinn og þess háttar. Reyndu eftir fremsta megni að vera algjörlega í fríi þegar þú ert í fríi. Taktu hugann frá vinnunni og þá muntu verða full orku þegar þú snýrð til baka.
Þú færð þér vín fyrir svefninn
Nátthúfa hljómar ótrúlega vel fyrir marga en það er ekki endilega góð hugmynd. Alkahól hefur mikil áhrif á svefn og það ekki jákvæð. Þú ert líklegri til að vakan um miðja nótt og því verður svefninn lakari. Mælt er með að drekka ekki 3-4 tímum fyrir svefn.
Þú skoðar tölvupóstinn fyrir svefninn
Ljósið sem kemur frá tölvunni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni hefur áhrif á melatonin sem er hormón í líkamanum sem stjórnar svefni og vöku. Misjafnt getur verið milli einstaklinga hversu viðkvæmt fólk er fyrir þessu ljósi en mælt er með að nota ekki þessi tæki í 1-2 klst fyrir svefn.
Þú treystir á kaffi til að koma þér í gegn um daginn
Rannsóknir hafa sýnt að þrír kaffibollar á dag eru bara góðir fyrir okkur en ef við erum farin að misnota kaffið til að koma okkur í gegn um daginn erum við að koma á ójafnvægi á svefnrútínu líkamans því koffein blokkar efni (adenosine), sem líkaminn framleiðir, sem hvetur líkamann til að fara að sofa. Ekki er því mælt með að drekka kaffi sex tímum fyrir svefn.
Þú vakir frameftir um helgar
Ójafnvægi kemst á líkamann þegar við sofum út um helgar og er frekar mælt með því að við vöknum um svipað leyti og vanalega og tökum frekar lúr um miðjan dag. Ef við tökum 20 mínútna lúr að deginum, nær líkaminn að hlaða sig af orku en fer ekki niður í djúpa svefninn sem gerir okkur bara enn þreyttari.
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.