Löngunin í skyndibita og sætindi getur komið fyrir alla og yfirleitt þá kemur þessi löngun á ólíklegustu tímum.
Eina stundina ertu að njóta dásemdar kvöldverðs, en daginn eftir ertu froðufellandi af því þig langar svo í eitthvað sætt, saltað og fitugt.
Það eru til ráð við þessu eins og flestu öðru. Langanir þínar í skyndibita er leið líkamans til að segja þér hvað honum virkilega vantar næringalega séð.
Hérna fyrir neðan eru smá leiðbeiningar um það hvað þínar langanir gætu merkt.
– Sjúkleg löngun í súkkulaði.
Líkamanum vantar magnesíum, magnesíum er steinefni sem er líkamanum afar nauðsynlegt. Magnesíum lætur líkaman virkar almennilega.
– Sjúkleg löngun í sætindi.
Líkaminn gæti verið að berjast við vökvaskort, taktu nokkra sopa af vatni og finndu þessa löngun deyja út. Ef það gerist ekki, fáðu þér þá ávexti.
– Sjúkleg löngun í koffein.
Líkaminn gæti verið að kalla á járn. Bættu kjúkling, eggjum og spínat í mataræðið og þessi löngun í koffein ætti að hætta.
– Sjúkleg löngun í salt.
Ef þú ert að nota venjulegt borð salt þá skaltu skipta yfir í sjávar salt í eldamennskunni. Einnig er gott að bæta fræjum eins og t.d graskers, sólblóma og hörfræjum í daglega neyslu.
– Sjúkleg löngun í rautt kjöt.
Þig skortir járn. Taktu eftir því að kýrnar raða í sig grænum laufum og grasi (spínat og kale) og bættu C-vítamíni í daglega neyslu.
– Sjúkleg löngun í gosdrykki.
Hvort sem þú trúir því eða ekki að ef þú ert stöðugt að slefa yfir glasi af Pepsí eða kóki að þá eru sterkar líkur á kalk skorti í líkamanum. Bættu vel af mjólkurvörum í mataræðið.
– Sjúkleg löngun í feitan mat.
Líkaminn er að heimta meira magn af kaloríum. Augljóslega áður en þú stekkur af stað í næstu bílalúgu að þá skaltu frekar fara út í búð og kaupa avocado, möndlur og kókósolíu og bæta þessu við daglega neyslu þína.
Þýðing: Anna Birgis
Heimildir: organicauthority.com
Fleiri flottar greinar um heilsu á Heilsutorg.is