Skrapp á HM og gekk út með fyrirsætusamning við L’Oréal

Hversu ólíklegt er sú tilhugsun að storma á HM leik í fótbolta, mála fánalitina á báðar kinnar og ganga út með fyrirsætusamning við hárfyrirtækið L’Oréal nokkrum klukkutímum seinna? 

Hugmyndin er eins og klippt út úr ævintýri og ætti jafnvel heima í Hollywood mynd, en stundum er veruleikinn ótrúlegri en fantasíurnar sjálfar. Þetta gerðist fyrir nokkru og það í Belgíu, en það var hin sautján ára gamla Axelle Despiegelaere frá Belgíu sem vakti heimsathygli á netinu eftir að árvökul linsa ljósmyndara fangaði hana á mynd í fánalitunum.

Þetta er ljósmyndin af Axelle sem gerði allt vitlaust á netinu og landaði henni þáttöku í auglýsingu:

axelle-despiegelaere-4

 

Axelle deildi þessari mynd á Facebook síðu sinni sem seinna var lokað vegna hneykslis:

axelle-despiegelaere-world-cup-model-2

 

 

L’Oréal Professional Belgique, sem sá ekki hneykslið fyrir fremur en Axelle, var ekki lengi að grípa tækifærið, hafði uppi á stúlkunni strax eftir leikinn og útkomuna má sjá hér:

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”E86j4khRnwY”]

 

En skjótt skipast veður í lofti. Axelle, sem fylltist eldmóði, öðlaðist tæplega 300.000 aðdáendur á örskotstundu á Facebook – deildi glaðhlakkanleg ljósmyndum frá sumarfríinu, hló og lék við hvern sinn fingur – óafvitandi að stóri skandallinn var í nánd.

 

 

Nýfengnir aðdáendur stúlkunnar fylltust reiði þegar þessa mynd bar fyrir augu þeirra:  

screen shot 2014-07-09 at 5.09.15 pm
Allt varð vitlaust í einu orði sagt; athugasemdir flæddu yfir Axelle, sem var uppgötvuð á fótboltaleik og lék í auglýsingu fyrir vikið. Stúlkan, sem varla vissi hvaðan á sig stóð veðrið, reyndi vanmáttug að bera í bætifláka fyrir ljósmyndina og sagði nú:
axelle post
Allt kom fyrir ekki og svo fór að Facebook síðu Axelle var lokað á fimmtudag í síðustu viku. L’Oreal hefur enn ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna málsins en auglýsingin stendur óbreytt og er enn í umferð, þó gullfalleg og þá grunlaus, sautján ára gömul stúlkan frá Belgíu hafi verið kastað inn í grimma hringiðu fjölmiðla fyrir það eitt að lýsa yfir stuðningi við sitt heimaland í fótbolta og síðar meir hent út af Facebook fyrir að hafa tekið þátt í að veiða gazellu og kasta þeirri hugmynd fram í góðlátlegu gríni hvort Bandaríkjamenn yrðu ekki næstir fyrir barðinu á henni.
Óvíst er um hvort stúlkan á framtíðna fyrir sér í grimmum heimi hátískunnar, enn er þó uppi óopinber síða til heiðurs Axelle sjálfri, sem skoða má HÉR
SHARE