Flugvél frá Malasian Airlines skotin niður – Fólk sendir inn myndir af líkunum

Eins og flestir hafa heyrt þá var skotin niður flugvél frá Malasian Airlines nú fyrr í dag. Vélin var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur með 280 farþega og 15 áhafnarmeðlimi innanborðs.

Flugnúmerið er MH17 en Malaysia Airlines greindu frá því á Twitter rétt í þessu að flugfélagið hafi misst samband við flugið einhvers staðar yfir Úkraínu.

Þeir sem leita að „hashtaginu“ MH17 geta séð myndir frá staðnum þar sem hluti vélarinnar hrapaði og þykja þær myndir frekar grófar að margra mati.

Það er hægt að fylgjast með þessu hér en vert er að vara viðkvæma við myndunum!

SHARE