Eins og flestum er kunnugt gerðist sá hræðilegi atburður í gær að farþegaþotu Malaysian Airlines var grandað með flugskeyti sem var skotið frá jörðu niðri með þeim afleiðingum að um 295 manns létust.
Margir leikarar og stórstjörnur hafa farið inn á Twitter og aðra samskiptamiðla og vottað aðstandendum hinna látnu samúð sína en þó brást einn leikari öðruvísi við. Leikarinn Jason Biggs sem flestir þekkja úr bíómyndunum American Pie skrifaði á Twitter síðuna sína:
„Anyone wanna buy my Malaysian Airlines frequent flier miles?“
Þessi skrif hans féllu heldur betur í grýttan jarðveg og var hann harðlega gagnrýndur af fólki. Einn af fylgjendum hans á Twitter skrifaði við ummæli hans:
„Go fuck a pie you piece of shit. You´re such an attention seeking fucking whore.“
Annar skrifaði:
„You’d laugh if your kids died in a plane crash?“
Þessar athugasemdir við ummæli hans á Twitter reittu leikarann til reiði og svaraði hann þeim með því að grafa sér enn dýpri gröf.
“Truly – you losers are literally trying to find shit to get angry about. Channel your issues elsewhere,” og síðan bætti hann við: „hey, all you ‘too soon’ assholes – it’s a fucking joke. You don’t have to think it’s funny, or even be on my twitter page at all.”
Það er ekki að undra að þessi ummæli hans lögðust illa í fylgjendur hans en það var ekki einu sinni liðinn sólarhringur frá slysinu þegar hann birti þau.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.