Eldhús í smærri íbúðum geta oft á tíðum verið lítil og þröng. Þá skiptir mestu máli að nýta plássið vel og þrátt fyrir að miklu þarf að koma fyrir á litlu svæði merkir það ekki að það sé ekki hægt að gera það með glæsilegum hætti. Hérna koma nokkur lítil, velskipulögð og flott eldhús.
Þetta er virkilega skemmtilegt. Spegill við eldavélina og fuglabúr undir ávextina. Hugmyndaflugið blómstrar í þessu eldhúsi.
Það má bjarga sér með eyjum á hjólum eins og hér er gert.
Stílhreint fallegt og allt við hendina.
Þarna er plássið vel nýtt þrátt fyrir að eldhúsið sé undir súð.
Falleg hnotan í efri skápunum. Það er vinsælt að hafa stakar hillur eins sjást á þessari mynd, en þá þarf að vanda til með hverju er raðað á þær.
Skandinavískt eldhús eins og sjá má. Gömlu vaskarnir eru vinsælir enda setja sinn sjarma á eldhúsið og eru líka bara stórir og góðir.
Hérna er lofthæðin vel nýtt með fallegum skápum með frönskum gluggahurðum.
Útskotið vel nýtt til að stækka eldhúsið.
Smekklegt og hlýlegt eldhús.
Einfalt eldhús, en takið eftir að það er ekki pláss fyrir eldhúsborð þannig að það er sett upphækkun úr gleri á innréttinguna til að nýta sem borð með háum stólum við.
Lítið krúttlegt og stílhreint, bara flott.
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.