Aðdáendur hinnar 21 árs gömlu Miley Cyrus óttast að hún sé dáin. Miley hefur látið lítið fyrir sér fara seinustu daga á samfélagsmiðlunum en það þykir mjög óeðlilegt. Sú saga fór á flug á netinu að Miley hefði fundist látin, í Los Angeles, vegna of stórs skammtar af fíkniefnum. Það kom svo í ljós að þessi frétt var uppspuni, en aðdáendur Miley eru ekki rólegir.
Seinasta skipti sem Miley var á Twitter var 18. júlí og hún hefur ekki verið á Facebook síðan 17. júlí og það þykir mjög langur tími, þegar kemur að Miley.
Miley hefur verið á tónleikaferðalagi en er í smá pásu og á ekki að koma fram fyrr en 1. ágúst næst, í New York. Líklegt er að Miley sé að hvíla sig og kúpla sig aðeins frá öllu en aðdáendur hennar eru ekki sáttir og búast við því allra versta, að stjarnan sé hreinlega dáin.