Margar konur eyða miklum tíma í að fela bólur í andliti sínu. Sumar konur myndu svo eyða enn lengri tíma í að fela freknur í andliti sínu.
Nú er komin ný aðferð til þess að láta freknurnar hverfa. Notaður er „laser“ til að fjarlægja freknurnar og hin 21 árs gamla Sally Whittle fór í svona meðferð.
Hún segist hafa liðið illa yfir öllum þessum freknum og hún hafði alltaf notað mikið af farða til að fela þær.
„Ég þoldi ekki að fara í ferðalög því ef það var heitt þá hélst farðinn ekki á og eins ef ég fór í sund. Mér leið eins og ég væri bara ein frekna og ég hataði það!“ segir Sally í samtali við Daily Mail.
Sally fór þess vegna í þessa meðferð sem kostaði hana um 700 pund eða um 175 þúsund krónur. Hún segist í dag vera í skýjunum með árangurinn og hefði alls ekki viljað sleppa þessu.
Við á Hún.is erum nokkrar með freknur og okkur finnast þær bara mjög fallegar. Hér eru nokkrar stjörnur sem þú hefur kannski ekki tekið eftir áður að eru með freknur.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.