Slúðurpakki dagsins – Zoe Saldana er ólétt af tvíburum

Hún.is birti í gær frétt um að leikkonan Zoe Saldana væri ólétt af sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Marco Perego en þetta er eitt umtalaðasta umræðuefnið í Hollywood eftir að orðrómurinn barst út. Nýjar heimildar herma þó að Zoe og Marco eigi ekki von á einu barni heldur tveimur. Hjónin eru í skýjunum yfir þessum fréttum en þau eru ekki eina Hollywood parið sem hamingjan umlykur þessa dagana því leikarinn Sean Penn er grunaður um að hafa farið niður á skeljarnar og beðið kærustu sinnar Charlize Theron.

Zoe-Salanda-Guardians-Galaxy-London-Premiere-2

Leikkonan Charlize og Sean hafa verið hittast frá því fyrir sex mánuðum en ástin virðist blómstra hratt hjá þeim skötuhjúunum. Charlize sást bera gull fallegan hring á fingri þegar ljósmyndarar náðu myndir af henni labba í gegnum Los Angeles International Airport. Fjölmiðlafulltrúi parsins vildi þó ekki tjá sig um málið.

charlize-theron-2

SHARE