Sigga Kling er mætt! – „Mistökin eru skemmtilegust af öllu“ – Myndband

Okkur er það mikill heiður að fá Siggu Kling í lið með okkur hérna á Hún.is. Sigga ætlar að vera með spjall hjá okkur að minnsta kosti 1 sinni í viku og mun hún deila sinni visku með okkur af sinni alkunnu snilld.

Í þessum fyrsta þætti segir Sigga okkur frá því þegar hún kom fram í fyrsta skipti í sjónvarpi, hjá engum öðrum en blaðamanninum Eiríki Jónssyni.

Eiríkur auglýsti þáttinn og auglýsti Siggu sem spákonu en það hafði Sigga ekki verið búin að samþykkja og tæklar það með glæsibrag að sjálfsögðu.

Sigga talar líka um hvernig allt sé hægt ef við bara trúum því að við getum það: „Ef þið vitið ekki að þið getið það ekki, þá getið þið það!“. Já hún Sigga veit sko hvað hún syngur.

Sigga talar líka um mistök: „Ef ég dett á rassgatið þá skiptir það engu máli, aðalatriðið er að standa upp aftur!“

Lokaatriðið er svo ótrúlega skemmtilegt, megið ekki missa af því, því þar sannar Sigga Kling orð sín.

 

Fylgist með!

 

SHARE