Söngkonan Alicia Keys og eiginmaður hennar Swizz Beatz tilkynntu í dag að þau áttu von á sínu öðru barni. Þetta tilkynnti söngkonan á Instagram síðu sinni þar sem hún birti mynd af þeim hjónum frá því hún var ólétt af fyrra barninu sínu.
„Happy Anniversary to the love of my live @therealswizzz!! And to make it even sweeter we’ve been blessed with another angel on the way. You make me happier than I have ever known! Here´s to many many more years of the best parts of life!.“
Þessi tilkynning Aliciu var að sjálfsögðu ekki eina fréttin sem var í brennidepli í fjölmiðlum hið vestra en eiginkona söngvarans John Legend, Chrissy Teigen heldur áfram að vekja lukku hjá fjölmiðlum. Í gær náðust myndir af módelinu á götum New York borgar þar sem hún ansi léttklædd.
Chrissy klæddist hné háum stígvélum og skyrtu sem var einungis hálf hneppt. Daman hefur þó alveg gleymt því að fara í buxur þann daginn en Chrissy hefur ekki farið leynt með það að henni líði vel í eigin skinni og er því ekkert feimin við að sýna líkamann sinn. Í myndbandi við lag John Legend All of Me kemur hún til að mynda nakin fram.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.