Já, það er ákveðin áhætta, sérstaklega ef að tíðarhringurinn hjá þér er stuttur, ef þú ferð á blæðingar á þriggja vikna fresti frekar en á 28 daga fresti eins og er eðlilegt. En þetta segir Lynn Borgatta, M.D.
Hérna er ástæðan: “Sæðisfrumur geta lifað í fjóra til fimm daga” útskýrir Dr. Borgatta.
“Venjulega hefur þú egglos um tveimur vikum eftir að blæðingar byrjuðu, löngu eftir að sæðisfrumur eru dauðar. En þegar tíðarhringurinn er stuttur þá getur þú haft egglos nokkrum dögum eftir að blæðingar enda, á meðan að sæðisfrumur eru ennþá lifandi – þá geta þær náð til eggs og frjógvað það”
Þannig að málið er, ef þú ætlar að stunda kynlíf á meðan þú ert á blæðingum og ert ekki á pillunni skaltu nota smokkinn.
Þýðing: Anna Birgis
Heimildir: cosmopolitan.com
Fleiri frábærar greinar er að finna á heilsutorg.is