Af hverju missa karlmenn allt í einu niður standpínuna?

Það hefur ekkert með þig að gera kona góð, en það eru margar ástæður fyrir því að limurinn svíkur manninn.

Hann er taugaveiklaður

„Pressan að vilja fá standpínu, halda henni og fullnægja makanum getur gert erfitt fyrir karlmann að fá standpínu eða ná að halda henni” segir Dr.Jane Greer, en hún er hjónabands og kynlífsráðgjafi.

Í svona tilfellum þá er einfaldast að hafa gefa sér góðan tíma og leyfa hans kynorku að komast í fullan gír aftur. Konan getur t.d minnt sinn mann á að limurinn hans er fallegur og sérstakur.

Hann er fullur

Áfengi hamlar oft á tíðum standpínu. Einnig er oft erfitt fyrir karlmenn að fá fullnægingu ef þeir eru fullir.

Hann er of feitur

Offita orsakar vandamál með blóðflæði og skemmir æðar. Blóðið er lengur á leiðinni í liminn og standpínan lætur oft standa á sér. Ef þetta er ekki góð ástæða til að létta sig þá veit ég ekki hvað er.

Vandamálið er líkamlegt

Hjartasjúkdómar, sykursýki, MS: Allt eru þetta sjúkdómar sem að geta stíflað taugaviðbrögð. Það eru til lyf til að aðstoða í þessum tilvikum.

Hann reykir

„Reykingar geta haft áhrif á blóðflæðið og takmarka mjög flæðið til limsins. Það þarf gott blóðflæði til að fá standpínu” segir Greer. Karlmenn, hættið að reykja.

Hann er að taka einhvers konar lyf

Mörg lyf geta hamlað standpínu. Lyf t.d sem gefin eru við þunglyndi geta slökkt á allri löngun í kynlíf.

Hann er stressaður

Ógreiddir reikningar, yfirmaðurinn er ekki sá besti, eða vandamál í sambandi eða hjónabandi eru allt vandamál sem að geta hamlað standpínu. Kvíðinn gerir það að verkum að karlmaðurinn nær ekki að ná honum upp.

Heimild: cosmopolitan.com

 

Fleiri frábærar greinar á Heilsutorg: 

heilsutorg

SHARE