Victoria Beckham á einn þann besta fataskáp sem hægt er að hugsa sér og þá erum við ekki að tala um sjálfan skápinn heldur fatnaðinn sem hann hefur að geyma. Hún hefur verið í tiltekt í honum og hefur safnað saman um 600 flíkum til að selja í samstarfi við The Outnet En hún ætlar að halda sérstakt uppboð á 10 flíkum úr hennar eigu. Victoria safnar fyrir samtök sem nefnast mother2mothers sem sérhæfa sig í að styrkja mæður sem eru smitaðar úr HIV veirunni.
Uppboðið fer fram dagana 20. – 25. ágúst. Victoria segist hafa hlegið mikið þegar hún fór í gegnum fatnað sinn, margar góðar minningar streymdu fram sem tengjast henni, David og börnum hennar. Sjáðu kynningarmyndbandið hér fyrir neðan.