Ilmkjarnaolíur er hægt að nota á fjölbreyttan hátt ef marka má blöndurnar hennar Hafdísar heilsunuddara og ilmkjarnaolíufræðings sem heldur úti síðunni ilmandi.is.
Hættu að hrjóta
Prófaðu að bera tvo dropa af Thyme eða Valor undir iljarnar áður en þú ferð að sofa.
Gólfhreinsiefni
1/4 bolli fljótandi sápa
1/2 bolli edik
20 dropar
Tea tree
20 dropar Sweet Orange
Uppskriftin passar í litla flösku og er frábær blanda í skúringarvatnið.
Skordýrafæla
Þegar skordýr sækja inn í hýbýli okkar í leit að skjóli okkur til mikils ama þá er ráð að nota piparmyntuolíu eða spearmint til að fæla þau í burtu. Olíurnar eru einfaldlega settar í bómullarhnoðra og þeim komið fyrir í hornum þeirra herbergja sem þessir á óvelkomnu gestir sækjast í.
Fyrir þá sem stunda hugleiðslu
5 dropar Frankincense
3 dropar Orange
2 dropar Petitgrain
Yndislega upplífgandi og frábært að setja í ilmdreifara eða bréf til innöndunar á meðan hugleiðslu stendur.
Upplífgandi
3 dropar Sweet Fennel
4 dropar Lemon
3 dropar Sweet Marjoram
1msk vatn
Blandið saman og setjið í ilmdreifara.
Huggandi
10 dropar Rose Otto
3 dropar Benzoin
3 dropar Roman Chamomile
2 dropar Mandarin
Slakandi
20 dropar Mandarin
10 dropar Geranium
10 dropar Patchouli
Blandið saman og setjið í ilmdreifara eða bréf til innöndunar.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.