Ert þú dugleg að punta þig til að láta þér líða betur en líka til að reyna að fá manninn þinn til að taka eftir því?
Samkvæmt pistlahöfundi hjá Cosmopolitan Magazine, Frank Kobola, er það nánast til einskis!
Hann segir: “Karlmenn eru hrikalega lélegir við að taka eftir smáatriðum og það er ekki af því að okkur er alveg sama heldur erum við einfaldlega ekkert að spá í þessum hlutum.”
Hér eru þeir hlutir sem karlarnir taka eftir samkvæmt Frank:
Enginn farði: „Konur trúa þessu aldrei en stundum tökum við ekki eftir því hvort konur eru með farða eða ekki. Svo erum við skammaðir fyrir að ljúga en þetta er satt!”
Kinnalitur: „Við vitum ekki hvað kinnalitur er, svo hvernig ættum við að taka eftir því ef þú breytir því?”
Klipping: „Við munum ekki taka eftir því að þú hafir klippt aðeins af hárinu, við tækjum kannski eftir því ef þú rakar af þér hárið.”
Strípur: „Þetta er eins og venjulega, nema með nokkrum lokkum í öðrum lit. Gefið okkur alla vega smá vísbendingu áður en þið verðið reiðar.”
Baugar: „Afsakið að við skyldum týnast í fallegu augunum þínum í stað þess að horfa eftir því hvort þú ert með bauga eða ekki!”
Appelsínuhúð: „Hver og einn er sinn versti gagnrýnandi. Ég persónulega held að ég hafi aldrei séð appelsínuhúð, en miðað við hversu oft ég hef verið kallaður lygari þá er það ekki rétt.”
Varalitur: „Sko, ég veit að það er til rauður varalitur en fleiri liti veit ég ekki um. Ég veit ekki hvaða litir eru til en ég veit bara að þeir eru ekki ekta.”
Rakaðir leggir: „Ef þú ert ekki eins og loðbolti munum við örugglega ekki taka eftir því þó svo þú sért með smá brodda.”
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.