Frábær opnunarhátíð Hinsegin daga – Myndir

Það var mikið um dýrðir á opnunarhátíð Hinsegin daga í Reykjavík 2014 í Hörpunni í gærkvöld. Uppselt var á opnunina og Harpan var í regnbogaskrúða. Hinsegin kórinn tók lagið og Eva María, formaður Hinsegin daga, setti hátíðina.

Þá kom öllum að óvörum að Jóhanna Sigurðardóttir,fyrrverandi forsætisráðherra tók til máls og fór yfir stöðu samkynhneigðra í heiminum. Jóhanna kom inn á hversu heppin við erum að búa á Íslandi þar sem tilfinningar okkar standa jafnfætis tilfinningum annarra. Þá flutti Sigga Beinteins dag Hinsegin daga 2014, en það vakti mikla kátínu að bæði Sigga og Jóhanna voru kynntar til leiks sem power- lesbíur.

Dragdrottning Íslands 2014 Gloria ásamt kærasta sínum Stefáni
Dragdrottning Íslands 2014 Gloria ásamt kærasta sínum Stefáni
Hjörtur Freyr og Andri flippa með William Belli
Hjörtur Freyr og Andri flippa með William Belli
Dragdrottningarnar William og Gloria
Dragdrottningarnar William og Gloria

 

 

Dragdrottningin fræga, William Belli og fór á kostum bæði með söng og léttum húmor. William sagði í viðtali við gayiceland.is að hann væri svo lánsamur að vera í starfi þar sem hann fær að heimsækja yfir 30 gaypride viðburði um heim allann. Hérna má sjá viðtalið.
Það var svo diskódívan sjálf, Páll Óskar Hjálmtýrsson sem endaði glæsilega dagskrá þar sem hann þakkaði sjálfum Guði fyrir að hafa skapað sig sem kynvilling. Páll sagði að lífið gæti ekki verið skemmtilegra og gæti ekki ímyndað sér að vera nokkuð annað en hinseginn. Í lokin söng Páll Óskar „þjóðsöng“ hinsegin fólks, ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað. Að lokum lak Páll þeim upplýsingum að pallurinn hans í sjálfri Gleðigöngunni verði með þeim flottustu og verðum meðal annars 9 metra hár og mun líta út eins og svanur – þannig að það má engin missa af stuðboltanum í Gleðigöngunni á laugardaginn kl.14.00.

Páll Óskar og Hinsegin kórin taka „þjóðsönginn“
Páll Óskar og Hinsegin kórin taka „þjóðsönginn“
Ég og Ragnar
Ég og Ragnar
Tryggvi, Pétur og Axel létu sig ekki vanta á hátíðina
Tryggvi, Pétur og Axel létu sig ekki vanta á hátíðina

 

SHARE