Best klæddu stjörnurnar á Teen Choice Awards – Myndir

Teen Choice Awards verðlaunaafhendingin fór fram í Bandaríkjunum í gær og það má segja að nánast allar dömurnar hafi mætti í magabol af einhverju tagi.

Þó að allar hafi þær verið glæsilegar vakti klæðnaður þeirra mis mikla lukku. Leikkonan Chloe Moretz þótti til að mynda að mati slúðursíðunnar E! í of munstruðum buxum og jakka en klæðnaður Taylor Swift fékk mjög góða dóma þar sem hún klæddist grænu pilsi og topp í stíl.

Söngkonan Jennifer Lopez mætti og stal að sjálfsögðu sviðsljósinu frá mun yngri keppinautum sínum í grænum aðsniðnum kjól.

Engir stórviðburðir áttu sér stað á hátíðinni en hegðun flestra stjarnanna var með besta móti og því var engin sem komst á síður slúðurblaðanna fyrir sjokkerandi hegðun í þetta skiptið.

 

 

SHARE