Stórglæsilegt vöruúrval hjá E.l.f – Flottar brúnir og varir

Við hjá Hún.is heimsóttum um daginn E.L.F. snyrtivörur hér í Reykjavík og töluðum þar við eiganda verslunarinnar. Hún sýndi okkur snyrtivörurnar og svaraði öllum spurningum sem á vörum okkar brunnu. Að lokum ákváðum við að prófa nokkrar vörur sem okkur leist mjög vel á.

Eyes Lips Face – e.l.f. er bandarískt snyrtivörumerki sem leggur mikið upp úr því að bjóða upp á vandaðar snyrtivörur á afar góðu verði. E.l.f. býður upp á 3 vörulínur, Essentials-Studio-Mineral, og breitt vöruúrval svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En hvernig geta vörurnar verið svona ódýrar en góðar? E.l.f. leggur mikið upp á því að finna og nota bestu innihaldsefnin í vörurnar á samkeppnishæfum verðum ásamt því að þeir markaðsetja vöruna nánast eingöngu á netinu í stað þess að vera með dýrar auglýsingaherferðir og skilar þannig minni rekstrar- og framleiðslukostnaði beint til kúnnnans. E.l.f. snyrtivörurnar eru ekki prófaðar á dýrum og eru því 100% “cruelty free”. E.l.f. styður einnig við herferð PETA gegn notkun á dýrahárum og loðfeld.
Merkið er þekkt víða um heim og hefur fengið frábærar viðtökur. Þú getur nálgast vörurnar á www.eyeslipsface.is

Essentials  varablýantur:  litur, natural blush.  Verð 590

varabl2

varabl

Varablýanturinn er einstaklega mjúkur og meðfærilegur í notkun. Hann helst vel á og er ótrúlega náttúrulegur á litinn því gætiblýanturinn hentað bæði með varalit eða bara með glærum gloss til að ramma inn þínar fallegu varir.

 

 

 

Studio Moisturizing varallitur: litur Coral cutie  verð 1190 varali

Þessi varalitur er alveg einstaklega skemmtilegur, hann þekur vel og er alveg silkimjúkur. Liturinn skemmir ekki en Coral cutie gerir varirnar ótrúlega sumarlegar og flottar, auk þess að vera silkimjúkar og náttúrulegar.

 

 

 

 10600000_10203557692878890_70203304_o

varali2

 

Matte Lip Color: litur Coral, verð 1190

Þessi varalitur er með skemmtilega pennalögum og er fullkomin í veskið. Liturinn sem ég var með var Coral en hann var töluvert ljósari en mínar eigin varir, sem bjó til nokkuð töffaralegt, rokkað lúkk.  Hann þekur mjög vel og er einstaklega mjúkur en hann er fullur af A, C og E vítamínum.

 

 

10601112_10203557695878965_1487800249_n2

————————

augabrunir

Studio Augabrúnakit  verð 1190.

Þetta bráðsniðuga augabrúnakit samanstendur af geli vinstra megin og einskonar „fylliefni“ hægra megin sem er í púðurformi.  Gelið er með lit svo það má nota það eitt og sér, en það er svakalega sniðugt fyrir konur sem eru með löng hár því gelið mótar augabrúnirnar vel. Til að ramma augun ennþá betur inn er svo fylliefnið sett yfir og augabrúnirnar þínar verða fullkomnar. Gelið er vatnshelt svo það rennur ekki af, það er ekkert klístrað og afar þægilegt að bera á með burstanum sem fylgir  öskjunni.  Það sem mér fannst best við þessa vöru er að þó svo að ég væri búin að bera bæði gelið og púðrið á augabrúnirnar mínar, litu þær samt út eins og þær væru algjörlega af náttúrunnar hendi.

10589016_10203557704439179_1322357194_n2

 

Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera á alveg glimrandi hagstæðu verði og því ekki bara góðar í budduna heldur líka fyrir budduna.

 

Höfundur og álitsgjafi: Ástey Gunnarsdóttir

 

SHARE