Þessar þrjár litlu stúlkur áttu mynd sem fór víða á netinu, fyrr á þessu ári. Þær áttu það sameiginlegt þegar myndin var tekin að vera allar með krabbamein og á myndinni halda þær utan um hver aðra og er þessi mynd alveg ofsalega falleg. Stúlkurnar þrjár, þekktust ekki áður en þær veiktust og snertu hjörtu milljóna manna með myndinni sinni, þar sem þær höfðu allar misst hárið í lyfjameðferðinni.
Þær hafa nú látið taka aðra mynd af sér sem sýnir þær allar saman aftur en að þessu sinni eru þær allar í bata frá krabbameini.
Það sést greinilegur munur á stúlkunum á þessari seinni mynd. Þessar tvær minnstu eru komnar með hár aftur og það sést hvað þeim líður miklu betur á allan hátt.