Í fallegu umhverfi Vega sem er lítil eyja við strendur Noregs situr þetta einstaklega fallega sumarhús á klettasyllu niðri við sjóinn. Viðarklæðningin utan á húsinu hefur verið látin veðrast sem gerir það að verkum að viðurinn gránar og fellur þ.a.l. vel inn í grýtt landslagið. Einfaldleikinn er allsráðandi innandyra þar sem notagildi ásamt náttúrulegu vali á efnivið og hlýjum litatónum er einkennandi.
Arkitektar: Kolman Boye Architects
Ljósmyndir: Åke E:son Lindman
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.