Hljómar ótrúlega, ekki satt? Engu að síður var hin sextán ára gamla Hayleigh Black þvinguð til að yfirgefa skólalóðina á sínum fyrsta skóladegi nú í haust, þar sem skólastjórinn taldi að háralitur hennar gæti orkað truflandi á aðra nemendur … en hún hefur litað hár sitt djúprautt undanfarin þrjú ár.
Hayleigh, sem gekk furðu lostin út af skólalóðinni og mátti bíða komu móður sinnar, sem var beðin að koma samstundis og sækja dóttur sína, sagðist í viðtali við bandaríska miðilinn WAFF, systurmiðil NBC í Huntsville, Texas aldrei hafa sætt neinu misrétti vegna háralitar fyrr á ævi sinni. Reyndar hefur Hayleigh, sem er fyrirmyndarnemandi og fær góðar einkunnir í skóla, aldrei lent upp á kant við skólayfirvöld áður.
[new_line]
Hayleigh þótti of djörf um hárið að mati skólayfirvalda og var send heim á fyrsta degi
[new_line]
Môðir stúlkunnar, sagðist einnig furðu lostin og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún var beðin að aka rakleiðis upp að Muscle Shoals High School, þar sem dóttir hennar hefur nýhafið skólagöngu sína.
Nei, við höfum bara aldrei vitað annað eins. Hahyleigh er rólynd stúlka, ábyrgur nemandi og hefur aldrei fyrr á ævi sinni fengið neinar umkvartanir frá skólayfirvöldum. Hvað þá út af háralit?
En skólastjórinn er staðráðinn í þeirri ákvörðun að meina stúlkunni aðgang að skólalóðinni þar til hún hefur litað hár sitt og afmáð rauða litinn, sem hann segir truflandi fyrir aðra nemendur og hafa stuðandi áhrif á kennsluhætti.
Reglur skólans eru skýrar og kveða á um ákveðinn klæðaburð nemenda. Í reglu #6 segir þannig: Hár sem hefur verið litað eða meðhöndlað í skærum eða truflandi litum er bannað. Nemendum er leyfilegt að lita hár sitt, svo framarlega sem háralitur nemenda falli að eðlilega skilgreindum stöðlum um hvað er mannskepnunni eðlislægt.
Í viðtali við bandaríska miðilinn WAFF sagðist Hayleigh hafa tekið þá ákvörðun að lita hár sitt svo hún missi ekki fleiri daga úr skóla, en brottreksturinn var skráður á fjarvistarskýrslu stúlkunnar og hefur lögfræðingur nú verið ráðinn af hálfu foreldranna til að afmá hinar ólögmætu fjarvistir vegna háralitar stúlkunnar.
Svo mörg voru þau orð, en vefsíðu skólans má nálgast HÉR
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.