Justin Timberlake syngur afmælissöng fyrir einhverfan 8 ára gamlan aðdáanda! Myndband

Justin Timberlake gerði sér lítið fyrir á tónleikum um daginn og söng afmælissönginn fyrir ungan aðdáanda og tóku aðrir áhorfendur undir. Ungi drengurinn heitir Julian, er 8 ára og er einhverfur. Hann fékk miða á þessa tónleika í afmælisgjöf frá foreldrum sínum og þegar nærstaddir áhorfendur áttuðu sig á hvers vegna þessi ungi drengur var staddur á tónleikunum náðu þeir athygli Timberlake og hann gerði sér lítið fyrir og söng fyrir drenginn.

Móðir drengsins var snert yfir því hversu almennilegur Timberlake er og sagði að ótrúlegir persónutöfrar hans hafi verið áberandi þegar hann talað til unga drengsins.

“Ertu 8 ára gamall? Hvað gefið þið þessu barni að borða? Þú lítur út fyrir að geta troðið nú þegar.”

Einnig sagði móðir drengsins að ekki aðeins hún hafi verið snert af þessari upplifun heldur hafi drengurinn hennar ljómað:

„Ég get svarið það að augu hans ljómuðu það mikið að ég fékk tár í augun þegar allt þetta fólk byrjaði að syngja fyrir hann…. Í gærkvöldi sá heimurinn Julian og ég held að hann hafi einnig séð sig í fyrsta skipti í heiminum.”

Hér getið þið séð umtalað myndband:

https://www.youtube.com/watch?v=rZEX3F8CWhs#t=40

SHARE