Krúttsprengja: 12 vikna Chihuahua snýr niður Stóra Dana – Myndband

Margur er knár þó hann sé smár! Það er ekki að spyrja að hugrekkinu hjá þessum litla 12 vikna gamla Chihuahua hvolpi sem hreinlega spólar í silkiblíðan Stóra Danann hérna fyrir neðan og lætur stærðarmuninn ekki stoppa sig, sama hvað!

Sem betur fer er Stóri Daninn blíður með eindæmum og virðist hafa gaman að leiknum sem litli hvolpurinn, næstum nýskriðinn af spena móður sinnar, finnur upp á og tístir af gleði og ákafa meðan hann hleypur kringum risann, sem er vandlega tjóðraður af eigendum sínum, mannfólkinu sem heldur í tauminn.

Ef keppt væri um stíl og glæsileika, er ekki vafi á að sá litli færi heim með bikarinn!

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”NwkuD_Ij-HE”]

SHARE