Við skólabyrjun: „Kæru foreldrar: Kann ENGINN YKKAR með tölvupóst að fara?”

Það getur tekið á taugarnar að halda út fullan vinnudag, reka heimili og fylgja eftir börnum í skóla. Nútíminn útheimtir streitu og tímaskorturinn sem foreldrar glíma jafna við getur verið nóg til að gera hvern brjálaðan.

En kannski tölvupósturinn sé eitt skýrasta merki um hversu önnum kafnir foreldrar í norrænum velferðarríkjum raunuverulega eru. Litli hnappurinn sem heitir REPLY ALL er býsna lúmskur og kemur skemmtilega nokk upp um dagleg samskipti kennara við foreldra og það á grátbroslegan máta.

Norski miðillinn Aftenposten birti nú um helgina sorglega fyndinn samskiptaþráð norskra foreldra sem allir eiga börn í áttunda bekk og voru boðaðir á foreldrafund í vikunni; en fimm þeirra fengu það verkefni að baka köku fyrir fundinn ….

Tölvupóstur frá móður Hannibal Evald í 8B til allra foreldra barna í bekknum:

„Kæru foreldrar. Á fimmtudag verður haldið kökusamsæti fyrir foreldra í skólastofu nemenda. Við óskum nú eftir fimm sjálfboðaliðum til að baka kökur fyrir foreldrasamsætið.”

Svar frá móður Lotte-Lorettu í 8B – Reply all:

„Ég biðst afsökunar en ég get ekki bakað súkkulaðikökuna sem ég ætlaði að taka með á foreldrasamsætið. Ég er að koma heim af ráðstefnu í París á miðvikudagskvöldið og næ ekki að setja kökuna inn í ofninn í tæka tíð. Ef við hefðum flutt tímann til kl. 19 hefði ég jafnvel náð þessu ….”

Svar frá móður Listeria Amalie í 8B – Reply all:

„Kæru allir. Því miður fengum við ömurlegar fréttir í dag og ég verð að fara til Bergen til að undirbúa jarðarför ömmusystur minnar. En ég alveg sent uppskrift að ostaköku sem ég veit að allir í bekknum elska og vona að einhver geti leyst mig af í mínu vanalega hlutverki sem bekkjarbakari 🙂 🙂 :)”

Svar frá móður Grobian Alexander í 8B – Reply all:

„Þar sem ég hef bakað bollur í síðustu átta skipti sem foreldrar barna í bekknum hittumst finnst mér eiginlega að einhver annar ætti að taka hlutverkið að sér núna.„

Svar frá móður Tutta Gloria í 8B – Reply all:

„Getum við ekki bara fært fundartímann til klukkan 19.00 svo að mamma ehnnar Lotte-Loretta geti bakað köku? Ég er því miður upptekin á fimmtudag vegna námskeiðs í vinnunni, annars hefði ég með glöðu geði bakað kökuna sem ég lofaði að taka með næst þegar sumarhátiðin var haldin í júní.„

Svar frá móður Lotte-Loretta í 8B – Reply all:

„Já, nei, ég meinti þetta ekki svo bókstaflega. Það verður alltof mikil pressa fyrir mig að henda í köku, jafnvel þó við flytjum bekkjarsamsætið til klukkan 19.00”

Svar frá móður Furtia Lovisa í 8B – Reply all:

„Jú, það passar mér eiginlega líka betur að við flytjum bara samsætið til kl. 19.00. Ég vinn sko til klukkan 17.00 á fimmtudag og verð að elda kvöldmat fyrir öll börnin áður en ég fer á fundinn. Það gengur bara ekki að vera að gefa börnunum einhverjar skyndimáltíðir í hvert mál í miðri viku.”

Svar frá móður Mopsy Matilde í 8B – Reply all:

„Það hentar mér miklu betur ef við getum bara flutt foreldrasamsætið fram á miðvikudag í næstu viku. Drengurinn er að byrja í fótbolta á fimmtudaginn.”

Svar frá Hannibald Evald í 8B – Reply all:

„Eru það fleiri sem vilja flytja bekkjarsamsætið frá klukkan 18.00 á fimmtudag og til klukkan 19.00 þann sama dag? Ég get rætt við foreldraráðið og kennarann ef margir eiga i vandræðum með að mæta á þessum tíma.”

Svar frá móður Oleg Ostadius í 8B – Reply all:

„Fyrsti balletttíminn er á fimmtudag. En ef við ætlum að flytja samsætið er eiginlega best fyrir mig að við hittumst öll á þriðjudag í næstu viku og þá ekki fyrr en klukkan 19.00 því handboltaæfingunni lýkur ekki fyrr en klukkan 18.30”

Svar frá móður Laffen í 8B – Reply all:

„Þar sem Laffen skipti um bekk í sumar eftir öll ömurlegu atvikin með Per, Pål og Espen þætti mér vænt um að vera tekin af þessum póstlista.”

Svar frá móður Hannibald Evald í 8B – Reply all:

„Ég hef rætt við umsjónarkennarann og hún segir að það sé ekki hægt að flytja foreldrasamsætið. Þetta verður haldið á fimmtudag klukkan 18.00”

Svarbréf frá móður Rutilda í 8B – Reply all:

„Ég get skroppið í búðina og keypt súkkulaðikex áður en foreldrasamsætið hefst.”

 

Þessi grein birtist í Aftenposten þann 15 ágúst – þýtt og endursagt

SHARE